Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu

Jarðskjálftinn sem varð í dag (11-Nóvember-2021) klukkan 13:21 með stærðina Mw5,2 virðist raða sér á sprungu sem er í sömu stefnu og sprungur á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en sprungu sem er hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Hækkun á óróanum á 2 – 4Hz sem sást á nokkrum nálægum SIL stöðvum er aftur farinn að lækka og byrjaði að lækka fljótlega eftir að stóri jarðskjálftinn varð. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er farin að minnka aftur en getur aukist á ný án viðvörunnar.

Lesa áfram „Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu“

Nýlegar atburður: Jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu

Þetta er nýlegur atburður en það varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu klukkan 13:21. Það er möguleiki að þetta sé upphafið að eldgosi á þessu svæði en það hefur gosið reglulega í Vatnafjöllum á síðustu öldum, en það er of snemmt núna til þess að vera viss.

Jarðskjálftavirknin í Vatnafjöllum sem eru hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki möguleiki á að vita hvað gerist næst þarna. Það er hinsvegar hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw7,0 en hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.

Jarðskjálftavirkni í Heklu

Í gær (25-Júní-2021) um klukkan 06:00 varð hrina lítilla jarðskjálfta í eldstöðinni Heklu. Þetta er óvenjulegt þar sem venjulega koma aðeins fram jarðskjálftar rétt áður en eldgos hefst í Heklu. Það gerðist ekki núna og engin merki um það að Hekla sé að fara að gjósa.

Jarðskjálftavirkni í vestur hluta Heklu sýnir á jarðfræðikorti Veðurstofunnar með appelsínugulum punktum.
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hvað er að gerast í Heklu er erfitt að segja til um. Það er ljóst að misgengi þarna gaf eftir og kom fram með þessa jarðskjálfta vegna þrýstibreytinga á svæðinu. Síðasti jarðskjálftinn kom fram varð klukkan 09:36. Síðan þá hafa ekki komið fram neinir jarðskjálftar en það getur breyst án fyrirvara eins og venjan er með eldstöðina Heklu samkvæmt sögunni.

Eldgosið í Fagradalsfjalli

Ég hef ákveðið að seinka grein um eldgosið í Fagradalsfjalli vegna þess að það eru einhverjar breytingar að eiga sér stað sem ég er ekki viss hverjar eru nákvæmlega þessa stundina. Það hefur ekki verið neitt útsýni á eldgosið síðan í gær (25-Júní-2021) vegna þoku sem gerir það mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast og hvað er að breytast núna.