Síðustu nótt klukkan 03:17 þann 26-Nóvember-2021 varð jarðskjálfti í Vatnafjöllum með stærðina Mw3,5. Vatnafjöll eru sunnan við eldstöðina Heklu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki eða slíkt var ekki tilkynnt til Veðurstofu Íslands.
Lesa áfram „Jarðskjálfti í Vatnafjöllum síðustu nótt“
Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Vatnafjöllum
Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Vatnafjöllum og stærstu jarðskjálftar síðustu daga voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið síðustu daga hafa verið minni að stærð. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið fundist á nálægum sveitarbæjum og síðan á Hvolsvelli og á Hellu.
Lesa áfram „Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Vatnafjöllum“
Sterkur jarðskjálfti í Vatnafjöllum sunnan við Heklu
Í gær (13-Nóvember-2021) klukkan 23:23 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Vatnafjöllum sunnan við Heklu. Þetta lítur út fyrir að hafa verið eftirskjálfti af Mw5,2 jarðskjálftanum sem varð þann 11-Nóvember-2021.
Lesa áfram „Sterkur jarðskjálfti í Vatnafjöllum sunnan við Heklu“
Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu
Jarðskjálftinn sem varð í dag (11-Nóvember-2021) klukkan 13:21 með stærðina Mw5,2 virðist raða sér á sprungu sem er í sömu stefnu og sprungur á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en sprungu sem er hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Hækkun á óróanum á 2 – 4Hz sem sást á nokkrum nálægum SIL stöðvum er aftur farinn að lækka og byrjaði að lækka fljótlega eftir að stóri jarðskjálftinn varð. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er farin að minnka aftur en getur aukist á ný án viðvörunnar.
Lesa áfram „Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu“
Jarðskjálfti norður af Hveragerði
Klukkan 01:28 þann 27-Október-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 rétt um 4 km norður af Hveragerði. Þessi jarðskjálfti fannst greinilega í bænum. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón samkvæmt fyrstu fréttum.
Það er möguleiki á því að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni. Það er einnig algengt að á suðurlandsbrotabeltinu verði örfáir jarðskjálftar en síðan gerist ekkert meira.