Ný sprunga opnast í suðurhluta Grímsfjalls (ekkert eldgos ennþá)

Það hefur sprunga opnast upp í syðri hluta Grímsfjalls án þess að eldgos hafi hafist á þessari stundu. Myndir af svæðinu sýna mikla jarðhitavirkni í þessari sprungu. Ég sé á Facebook (tengill fyrir neðan) að þetta er ný sprunga á svæði þar sem ekki hefur verið sprunga áður. Miðað við nýlega sögu, þá er ýmislegt sem bendir til þess að þarna muni gjósa næst þegar eldgos hefst í Grímsfjalli. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða hversu stórt slíkt eldgos verður. Sprungan er á svæðinu Lat: 64° 24′ 13,476″ N Lon: 17° 13′ 57,282″ W. Það er möguleiki að sprungan sé ennþá að vaxa og þarna eru núna holur í jöklinum sem eru nægjanlega stórar til þess að gleypa stóra bíla í heilu lagi.

Grímsfjall er með brúum sandi og síðan merkt með þríhyrningi í miðjunni. Staðsetningar merki er austan við miðju Grímsfjalls.
Staðsetning sprungunnar í Grímsfjalli. Mynd frá Google Earth.

Hægt er að skoða Facebook póstinn hérna og sjá myndinar sem ég get ekki sett inn hérna vegna höfundarréttar.