Í dag (21-Október-2022) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 10:23. Jarðskjálftahrinan er hugsanlega búin en það er erfitt að vera viss.
Það er mjög líklegt að hérna sé eingöngu um að ræða jarðskjálftavirkni vegna jarðskorpuhreyfinga. Það er hinsvegar vert að benda á það að sú eldgosavirkni sem hefur verið í Fagradalsfjalli (nýjasta eldstöð Íslands) mun færast austur á Reykjanesskaga. Hversu hratt það gerist og hvenær það gerist er ekki þekkt. Það er vegna skorts á heimildum og síðan eru ritaðar heimildir frá því fyrir 700 til 900 árum síðan mjög fáar og mjög ótraustar vegna skorts á smáatriðum og nákvæmni í besta falli.