Jarðskjálftahrina norður af Grímsey

Í dag (19-Október-2022) klukkan 10:26 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 norður af Grímsey. Síðan klukkan 11:58 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á sama stað. Ég veit ekki hvort að þessir jarðskjálftar fundust í byggð. Jarðskjálftahrina minni jarðskjálfta varð á sama stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er þessi jarðskjálftahrina ennþá í gangi.

Jarðskjálftahrina norður af Grímsey þar sem tvær grænar stjörnur eru á sama stað ásamt fullt af rauðum punktum. Þetta er út í sjó.
Jarðskjálftavirknin norður af Grímsey. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er væntanlega framhald af jarðskjálftavirkni sem varð á sama stað í September. Ég veit ekki hvort að þarna muni verða fleiri stórir jarðskjálftar en það er möguleiki.