Jarðskjálftahrina norður af Herðubreið

Aðfaranótt 23-Október-2022 hófst jarðskjálftahrina norður af Herðubreið. Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftahrina, frekar en jarðskjálftahrina sem tengist kvikuhreyfingum. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hafa komið fram yfir 500 jarðskjálftar.

Rauðir punktar og grænar stjörnur norður af Herðubreið sem er austan við eldstöðina Öskju og sunnan við eldstöðina Herðurbreiðartögl
Jarðskjálftahrina við Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,0. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð á undan þessum jarðskjálfta. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 í þessari jarðskjálftahrinu. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri samkvæmt fréttum.