Jarðskjálftahrina í vestur hluta eldstöðvarinnar Fagradalsfjalls

Í morgun hófst jarðskjálftahrina í vestari hluta eldstöðvarinnar Fagradalsfjalls. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til náði stærðinni Mw3,0.

Græn stjarna vestan við Fagradalsfjall sem sýnist stærsta jarðskjálftann. Rauðir, bláir og appelsínugulir punktar á Reykjanesskaga sýna jarðskjálftavirkni í öðrum eldstöðum.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjall. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin er vegna þess að kvika er að troða sér upp í jarðskorpuna og er komin á rúmlega 5 km dýpi. Þetta er ekki stórt kvikuinnskot og mun ekki koma af stað eldgosi, það gæti breyst ef það verður mikil aukning í jarðskjálftum þarna og slíkt hefur gerst áður (eldgosið í Ágúst 2022 hófst þannig). Staðan núna er þannig að best er að fylgjast með stöðu mála og breytingum sem kunna að verða. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað sé að fara að gerast.