Hugsanleg staðfesting á litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí-2011

Í Júlí-2011 varð smágos í Hamarinum (hluti af Bárðarbungu). Þetta eldgos varði ekki lengi, aðeins nokkrar klukkustundir. Þetta litla eldgos olli hinsvegar flóði sem náði hámarkinu 2.200m³/sek og fór það í Hágöngulón og þar suður með. Engar skemmdir urðu vegna þessa jökulflóðs.

Í dag (05-Mars-2016) var Stöð 2 með litla frétt um þetta eldgos og að það hefði loksins verið staðfest en ég hef verið á þeirri skoðun í lengri tíma að þarna hafi orðið lítið eldgos. Jarðvísindamenn hafa verið á annari skoðun þangað til núna. Ég er á þeirri skoðun varðandi litla eldgosið sem átti sér stað í Júlí-2011 í Kötlu, þó er Magnús Tumi ennþá á þeirri skoðun að þar hafi bara jarðhiti verið á ferðinni.

Ég skrifaði um atburðina í Hamrinum á ensku jarðfræðinni vefsíðunni árið 2011.

New harmonic tremor detected. But it is not from Katla volcano
Glacier flood confirmed from Vatnajökull glacier, flood is from Hamarinn volcano (Loki-Fögrufjöll area)

Frétt Vísir.is og Stöðvar 2

Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011