Jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey

Í dag (05-Mars-2016) varð jarðskjálftahrina langt norður Kolbeinsey. Fjarlægðin frá Kolbeinsey er í kringum 190 km. Tveir stærstu jarðskjálftarnir mældust með stærðina 3,3. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Vegna fjarlægðar er erfitt fyrir Veðurstofuna að staðsetja jarðskjálftana nákvæmlega, einnig sem að erfitt er fyrir þá að finna út nákvæma stærð þessara jarðskjálfta sem þarna urðu.

160305_1730
Jarðskjálftarnir urður þar sem grænu stjörnurnar eru. Þetta er aðeins besta staðsetning sem Veðurstofan fékk. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hugsanlegt að þarna sé eldfjall en það er ekki staðfest. Líklega varð þarna eldgos á árunum 1997 til 1998 en það hefur ekki fengist staðfest. Þessi eldstöð sem er hugsanlega þarna hefur ekkert nafn svo ég viti til.