Fjögur eldgos urðu í Bárðarbungu í Ágúst-2014

Áður en það fór að gjósa í Holuhrauni (Bárðarbungu). Þá urðu fjögur eldgos undir jökli. Þrjú af þessu eldgosum áttu sér stað þar sem kvikugangurinn var að brjóta sér leið og það fjórða varð í suðurhluta eða suð-vestur hluta Bárðarbungu (nákvæm staðsetning er ekki gefin upp í fréttinni).

Í frétt Stöðvar 2 kemur það fram hjá Páli jarðeðlisfræðingi, þá er það hans álit að Bárðarbunga sé ekki að gera sig tilbúna fyrir nýtt eldgos. Ég er ósammála þessu mati, í mínu mati þá horfi ég til sögunar til þess að reyna að átta mig á því hvernig þetta gæti þróast í Bárðarbungu og það er mitt mat að líklega sé langt í að eldgosavirkni sé lokið í Bárðarbungu. Þarna á sér einnig stað landrek og það klárast yfir lengri tíma heldur en sex mánaða eldgos.

Frétt Vísir.is og Stöðvar 2

Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu (Vísir.is)