Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Vika 09)

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu þessa vikuna eins og aðrar vikur. Núna er komið meira en ár síðan eldgosinu í Bárðarbungu (Holuhrauni) lauk (tengill hérna). Virknin á myndinni er frá 2-Mars-2016.

160302_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í Bárðarbungu voru með stærðina 3,1,3,3 og 3,6. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað í þessari jarðskjálftahrinu voru minni. Ástæða þessa jarðskjálfta virðist vera veikleiki í jarðskorpunni í norður og norð-vestur hluta öskju Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu virðist vera spennubreyting vegna þessa veikleika sem er að þróast á þessu svæði í Bárðarbungu. Stærð þessa veika svæðis er umtalsverð (ég fann ekki upplýsingar um stærð öskjunnar, engu að síður er askjan stór). Þessi veikleiki sem þarna er kominn fram mun halda áfram að þróast og valda eldgosi, eða kvikan mun finna sér aðra leið til þess að valda eldgosi. Það er mitt álit að kvikan muni líklega finna sér aðra leið til þess að valda eldgosi, frekar en að valda eldgosi í öskju Bárðarbungu. Ég get auðvitað ekki útilokað að eldgos muni eiga sér stað í öskju Bárðarbungu eins og stendur. Staðan núna er ekkert nema bið eftir því hvað gerist næst. Áhugaverður jarðskjálfti átti sér stað í Hamrinum, stærð þessa jarðskjálfta var 0,7 og dýpið var 13 km.

Djúpur jarðskjálfti átti sér einnig stað í Tungnafellsjökli, sá jarðskjálfti hafði stærðina 0,8 en var á 17,9 km dýpi. Mér þykir líklegt að þessi jarðskjálfti hafi stafað af spennubreytingum á þessu dýpi frekar en kvikuhreifingum á þessu dýpi.

Ef að öskugos verður í Bárðarbungu þá er hætta á því að það valdi miklu og langvarandi tjóni á Íslandi (fyrir utan tjón vegna jökulflóða). Síðasta stóra eldgos í Bárðarbungu átti sér stað árið 1477 og öskugosið sem fylgdi því eldgosi huldi 50% af Íslandi af þykku öskulagi. Í öskugosi árið 1771 þá varð þykkt öskulag á norðurlandi og austurlandi. Á milli áranna 1711 og 1729 urðu samtals níu jökulflóð og eru upptökin talin vera Bárðarbunga. Jökuflóð frá öðrum eldstöðvum í Vatnajökli eru ekkert minna hættuleg (Grímsfjall, Hamarinn, Þórðarhyrna, Kverkfjöll). Þykkt öskunnar úr eldgosinu var 100 metrar næst gígaröðinni sem gaus þá (sjá kort í tengli 1).

Heimild 1: Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu? (Vísindavefurinn)
Heimild 2: Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim? (Vísindavefurinn)