Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi

Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi þann 28-Febrúar-2016.

Bárðarbunga

Síðustu 48 klukkutímana þá hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, einnig sem það hefur verið virkni í kvikuinnskotum í Bárðarbungu á sama tíma. Einhver hluti af þessari jarðskjálftavirkni átti sér stað á 15km dýpi, eftir slíka jarðskjálfta þá virðist sem að jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í heildina aukist. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að troða sér inn í Bárðarbungu á miklu dýpi.

Kvikuinnskot kom fram í jaðri Bárðarbungu og á svæði þar sem það hefur komið áður fram. Það er mjög óvenjulegt að kvikuinnskot séu svona þrautseig á einum stað. Staðsetningin er rúmlega suð-austur af öskju Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Síðustu daga hafa nokkrir jarðskjálftar komið fram í Tungnafellsjökli. Margir af þessum jarðskjálftum voru með dýpið 15km. Það bendir til þess að einhver kvikuhreyfing sé að eiga sér stað innan Tungnafellsjökuls. Þó er ólíklegt að það fari að gjósa vegna þessar kvikuhreyfinga, þar sem ekkert bendir til þess að þessi kvika muni ná til yfirborðsins.

Askja

Fyrr í þessari viku (Viku 8) varð jarðskjálftahrina í Öskju. Þessi jarðskjálftahrina varð á miklu dýpi, eða í kringum 22 km dýpi. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að flæða inn í kvikuhólf Öskju eins og hefur gerst reglulega síðan árið 2010. Þessa studina er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni eiga sér stað á næstunni í Öskju.

160228_1940
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öskju og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Síðustu daga hefur örlítil jarðskjálftavirkni verið í Goðabungu í Kötlu. Þarna virðist vera um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni fyrir Goðabungu og þetta svæði almennt. Enginn önnur áhugaverð virkni átti sér stað í Kötlu í þessari viku (Viku 8).

Hekla

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Heklu síðustu daga. Engin önnur virkni fylgdi þessum jarðskjálftum og ekki er vitað afhverju þessir jarðskjálftar áttu sér stað og uppruni þeirra er óljós.

Torfajökull

Minniháttar jarðskjálftavirkni átti sér stað í Torfajökli um helgina og síðustu daga. Þarna virðist vera um að ræða jarðskjálftavirkni sem tengist hugsanlega breytingum í jarðhitakerfi Torfajökuls.

160228_2120
Jarðskjálftavirkni í Kötlu, Torfajökli og Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga á Íslandi. Smáhrinur áttu sér stað á Reykjanesinu og síðan á Tjörnesbrotabeltinu en þær eru ekki nægjanlega stórar svo að ég skrifi um þær.