Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öskju

Í dag (18-Febrúar-2016) og í gær (17-Febrúar-2016) hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öskju.

Askja

Síðan í Mars 2010 hefur reglulega átt sér stað djúp virkni í Öskju. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvikuinnskot séu að eiga sér stað í Öskju. Þessi kvikuinnskot eru á mjög miklu dýpi og því engin hætta á því að þau nái upp á yfirborðið. Þetta hinsvegar sýnir fram á það að það er ennþá mjög mikil kvikuvirkni í Öskju og er hugsanlega að aukast þessa stundina. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos verður í Öskju, það gæti hinsvegar orðið mjög langur tími. Það eina sem gæti breytt þessu væri ef Bárðarbunga færi að hafa áhrif á Öskju og kæmi þannig af stað eldgosi. Jarðskjálftavirkni nærri Herðurbreið eru hefðbundnir brotaskjálftar og þeir eru á minna en 10 km dýpi.

Bárðarbunga

Mest alla vikuna þá hefur Bárðarbunga verið róleg. Það gæti hinsvegar verið að fara að breytast, þar sem djúpir jarðskjálftar komu fram í dag (18-Febrúar-2016) í norðurhluta Bárðarbungu, það bendir til þess að ný kvika sé að koma upp í eldstöðina úr kvikuhólfi sem er þarna undir á mjög miklu dýpi. Þrýstibreytingar vegna þessa kvikuflæðis veldur því að jarðskjálftar eiga sér stað á þessu dýpi. Jarðskjálftavirkni hefur einnig verið í kvikuinnskotinu sem kom eldgosinu í Holuhrauni af stað á jaðrinum við jökulinn, ég veit ekki afhverju þarna á sér stað jarðskjálftavirkni. Greinilegt kvikuinnskot átti sér stað í eldstöðinni Hamrinum þann 17-Febrúar-2016, þar urðu jarðskjálftar á dýpinu 12 – 13 km. Þetta er fyrsta kvikuinnskotið í Hamrinum núna í lengri tíma. Kvika stendur almennt grunnt í Hamrinum, sem þýðir að eldstöðin er veikari fyrir breytingum á kvikuþrýstingi og hugsanlegum eldgosum.

160218_1445
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öskju. Einnig sem þarna sést jarðskjálftavirkni nærri Herðurbreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðfræði kort af Íslandi

Hægt er að kaupa jarðfræðikort af Íslandi hjá Eymundsson, það kostar 1975 kr og sýnir allar eldstöðvar á Íslandi. Hvort sem þær eru virkar eða kulnaðar. Hægt er að fá jarðfræðikortið hérna.