Minniháttar jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli

Í dag (13-október-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Eftir eldgosið í Bárðarbungu hefur verið viðvarandi jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli, ekki hefur fundist almennileg skýring á þessari jarðskjálftavirkni. Það er ýmislegt sem bendir til þess að hérna sé um að ræða kviku sem er á ferðinni inni í eldstöðinni og er mjög hægfara en hvað er nákvæmlega að gerast er óljóst í dag.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin þekkt eldgos í Tungnafellsjökli síðustu 12000 árin og því er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta þróast í eldstöðinni. Í dag eru engin augljóst merki þess að Tungnafellsjökull sé að undirbúa eldgos og er möguleiki að þessi jarðskjálftavirkni í dag séu eftiráhrif af eldgosinu í Bárðarbungu 2014 sem olli mikilli streitu í jarðskorpunni á þessu svæði.

Lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Í dag (20-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,2 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Samtals komu fram fimm jarðskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjöki (norð-austan við Bárðarbungu). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst afhverju jarðskjálftavirkni á sér núna stað í Tungnafellsjökli. Það er möguleiki á því að hérna sé um að ræða kvikuinnskot í eldstöðina en einnig er mögulegt að um sé að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni vegna eldgossins í Bárðarbungu árið 2014 og 2015. Ég reikna ekki með því að það verði frekari virkni í Tungnafellsjökli en jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos í Tungnafellsjökli var fyrir 10.000 til 12.000 árum en þau eldgos eru óviss.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Tungnafellsjökli

Þessi grein fjallar um tvær eldstöðvar. Það er einnig talsverð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þessa stundina en það verður sér grein ef þörf er á því.

Öræfajökull

Þessa stundina er nærri því stöðug jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,0 og annar stærsti jarðskjáfltinn var með stærðina 1,2.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli síðustu 15 dagana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem ég hef áhyggjur af er að Öræfajökull virðist vera kominn í annað stig í því ferli áður en eldgos verður. Þessu er lýst vel í þessari grein hérna byggt á rannsókn frá USGS. Greinina er hægt að lesa hérna á ensku. Seismic patterns help forecast eruptions from quiet stratovolcanoes

Tungnafellsjökull

Það hefur einnig verið lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli síðustu klukkutíma og daga. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum í Tungnafellsjökli á þessari stundu. Það er hugsanlegt að hérna sé um að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni vegna Bárðarbungu og eldgossins 2014 til 2015.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Þarna sést einnig jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna þá er ég ekki að reikna með eldgosi í nálægri framtíð í Tungnafellsjökli.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli, ný jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Öræfajökli þann 25-Febrúar-2018 heldur áfram. Flestir af þeim jarðskjálftum sem koma fram eru litlir, flestir eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðin Tungnafellsjökull

Norð-vestur af Öræfajökli er eldstöðin Tungnafellsjökull. Þar hefur jarðskjálftavirkni tekið sig upp aftur eftir talsvert hlé. Flestir jarðskjálftar sem verða þar eru einnig mjög litlir og langflestir eru minni en 1,0 að stærð. Eftir eldgosið í Bárðarbungu 2014 – 2015 jókst jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli en það var einnig mikil jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli á meðan eldgosið í Bárðarbungu stóð yfir vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Það er líklegt að núverandi jarðskjálftavirkni sé vegna spennubreytinga í jarðskorpunni.

Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Síðasta sólarhring (20-Janúar-2018) hefur verið jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram hingað til eru mjög litlir að stærð og hefur enginn þeirra náð stærðinni 1,0.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að kvika sé að leita upp í eldstöðina. Þessir jarðskjálftar virðast vera eingöngu í jarðskorpunni eins og stendur. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvort að hérna sé um að ræða jarðskjálfta vegna áhrifa frá Bárðarbungu (spennubreytingar í jarðskorpunni). Það hefur ekki gosið í Tungnafellsjökli síðustu 12.000 ár og litlar upplýsingar er að finna um eldgos sem eru eldri en 12.000 ára.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Tungnafellsjökli

Síðustu daga hefur verið snögg aukning í jarðskjálftum í Tungnafellsjökli. Þar sem ekki hefur orðið neitt eldgos í Tungnafellsjökli síðustu 12.000 árin þá er erfitt að segja til um það hvað er að gerast í eldstöðinni. Þó benda jarðskjálftarnir til þess að hérna sé um að ræða blandaða virkni og tengist því kvikuhreyfingum og síðan spennubreytingum í jarðskorpunni vegna Bárðarbungu. Þetta gerir það mjög flókið að ráða í það hvað er að gerst í Tungnafellsjökli að minnstakosti núna í augnablikinu.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli sem er staðsettur norðan við Bárðarbungu á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem er öðruvísi núna er þessi snögga aukning eftir langan tíma þar sem ekkert hefur verið að gerast í Tungnafellsjökli. Ef hægt er að miða við fyrri jarðskjálftavirkni í þessari eldstöð þá ætti þessi virkni bara að ganga yfir og hægt og rólega að draga úr henni og hefðbundin jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Tungnafellsjökli, hefðbundin jarðskjálftavirkni í þessu tilfelli er yfirleitt engin jarðskjálftavirkni. Ég held að ekkert hafi breyst í eldstöðinni sem slíkri en vegna skorts á gögnum þá er ekki hægt að vera viss um það sé raunin, á þessari stundu hef ég ekki nein sönnunargögn sem benda til einhvers annars. Þetta gæti þó breyst með tímanum, en skortur á eldgosum á sögulegum tíma gefur mikið rými fyrir ágiskanir um að hvað sé í gangi núna.

Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli síðustu nótt

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað í Tungnafellsjökli síðustu nótt (18-Mars-2017). Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru litlir en dýpið var frá 3 til 13 km.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli, norður af Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki alveg ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í Tungnafellsjökli. Þetta gæti verið kvikuinnskot á talsverðu dýpi eða jarðskorpan að aðlaga sig að breyttu spennustigi vegna þenslu í Bárðarbungu. Það er ekki vitað hvers er í Tungnafellsjökli á þessari stundu. Þetta er fyrsta jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli eftir talsvert hlé.

Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Í rúmlega 48 klukkustundir dagana 8 og 9 September-2016 var jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli með hléum. Eins og fyrri jarðskjálftar í Tungnafellsjökli þá var eingöngu um að ræða litla jarðskjálfta og sá stærsti var með stærðina 2,9. Fjöldi jarðskjálfta var í nokkrum tugum og mesta dýpið sem kom fram var í kringum 12 km.

160908_2100
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í augnablikinu er ekkert sem bendir til þess að von sé á eldgosi frá Tungnafellsjökli, þrátt fyrir þessa jarðskjálftavirkni. Það sem gerir þó málið flóknara er sú staðreynd að engin eldgos hafa orðið á sögulegum tíma í Tungnafellsjökli og vegna þess er ekki hægt að segja til um það hvernig eldstöðin hagar sér áður en eldgos verður. Jarðskjálftavirknin sem er núna í gangi hófst árið 2012 og hefur verið í gangi síðan þó með löngum hléum á milli þar sem ekkert hefur verið að gerast.

Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi

Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi þann 28-Febrúar-2016.

Bárðarbunga

Síðustu 48 klukkutímana þá hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, einnig sem það hefur verið virkni í kvikuinnskotum í Bárðarbungu á sama tíma. Einhver hluti af þessari jarðskjálftavirkni átti sér stað á 15km dýpi, eftir slíka jarðskjálfta þá virðist sem að jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í heildina aukist. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að troða sér inn í Bárðarbungu á miklu dýpi.

Kvikuinnskot kom fram í jaðri Bárðarbungu og á svæði þar sem það hefur komið áður fram. Það er mjög óvenjulegt að kvikuinnskot séu svona þrautseig á einum stað. Staðsetningin er rúmlega suð-austur af öskju Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Síðustu daga hafa nokkrir jarðskjálftar komið fram í Tungnafellsjökli. Margir af þessum jarðskjálftum voru með dýpið 15km. Það bendir til þess að einhver kvikuhreyfing sé að eiga sér stað innan Tungnafellsjökuls. Þó er ólíklegt að það fari að gjósa vegna þessar kvikuhreyfinga, þar sem ekkert bendir til þess að þessi kvika muni ná til yfirborðsins.

Askja

Fyrr í þessari viku (Viku 8) varð jarðskjálftahrina í Öskju. Þessi jarðskjálftahrina varð á miklu dýpi, eða í kringum 22 km dýpi. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að flæða inn í kvikuhólf Öskju eins og hefur gerst reglulega síðan árið 2010. Þessa studina er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni eiga sér stað á næstunni í Öskju.

160228_1940
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öskju og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Síðustu daga hefur örlítil jarðskjálftavirkni verið í Goðabungu í Kötlu. Þarna virðist vera um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni fyrir Goðabungu og þetta svæði almennt. Enginn önnur áhugaverð virkni átti sér stað í Kötlu í þessari viku (Viku 8).

Hekla

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Heklu síðustu daga. Engin önnur virkni fylgdi þessum jarðskjálftum og ekki er vitað afhverju þessir jarðskjálftar áttu sér stað og uppruni þeirra er óljós.

Torfajökull

Minniháttar jarðskjálftavirkni átti sér stað í Torfajökli um helgina og síðustu daga. Þarna virðist vera um að ræða jarðskjálftavirkni sem tengist hugsanlega breytingum í jarðhitakerfi Torfajökuls.

160228_2120
Jarðskjálftavirkni í Kötlu, Torfajökli og Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga á Íslandi. Smáhrinur áttu sér stað á Reykjanesinu og síðan á Tjörnesbrotabeltinu en þær eru ekki nægjanlega stórar svo að ég skrifi um þær.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Vika 06/2016 #2)

Laugardaginn 13-Febrúrar-2016 klukkan 19:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta er skráð 1,1 km. Hrina lítilla jarðskjálfta fylgdi í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum, mesta dýpi sem kom fram var í kringum 12 km.

160214_1720
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tungnafellsjökull

Sunnudaginn 14-Febrúar-2016 hófst jarðskjálftahrina í Tungafellsjökli. Það hefur ekki ennþá almennilega komið í ljós hvað er að valda jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli. Vinsæl hugmynd meðal jarðfræðinga er að spennubreytingar vegna Bárðarbungu séu að valda jarðskjálftum í Tungnafellsjökli. Ég veit ekki hvort að sú hugmynd sé rétt eða ekki, þar sem jarðskjálftavirkni hófst nokkrum árum áður en það gaus í Bárðarbungu í Ágúst-2014.