Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Í rúmlega 48 klukkustundir dagana 8 og 9 September-2016 var jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli með hléum. Eins og fyrri jarðskjálftar í Tungnafellsjökli þá var eingöngu um að ræða litla jarðskjálfta og sá stærsti var með stærðina 2,9. Fjöldi jarðskjálfta var í nokkrum tugum og mesta dýpið sem kom fram var í kringum 12 km.

160908_2100
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í augnablikinu er ekkert sem bendir til þess að von sé á eldgosi frá Tungnafellsjökli, þrátt fyrir þessa jarðskjálftavirkni. Það sem gerir þó málið flóknara er sú staðreynd að engin eldgos hafa orðið á sögulegum tíma í Tungnafellsjökli og vegna þess er ekki hægt að segja til um það hvernig eldstöðin hagar sér áður en eldgos verður. Jarðskjálftavirknin sem er núna í gangi hófst árið 2012 og hefur verið í gangi síðan þó með löngum hléum á milli þar sem ekkert hefur verið að gerast.