Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (06-September-2016) og í dag (07-September-2016) urðu djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og í Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu. Mesta dýpi var 25,9 km undir Trölladyngju og síðan kom fram jarðskjálfti í Bárðarbungu með dýpið 20,9 km.

160907_2120
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu, jarðskjálftar með 20 km dýpið eru suð-austur af Bárðarbungu (norð-austur af Grímsvötnum). Djúpi jarðskjálftinn í Trölladyngju er blár depill á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu dýpi verðar jarðskjálftar eingöngu vegna þess að kvika er að þrýsta og brjóta jarðskorpuna. Spennubreytingar ofar í jarðskoprunni hafa ekki áhrif á þessu dýpi eftir því sem ég skil. Þessa stundina hefur enginn jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri orðið (þegar þetta er skrifað) í Bárðarbungu sem er yfirleitt það sem gerist í kjölfarið á svona djúpri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Ég hef það á tilfinningunni að hugsanlega sé eitthvað meira í gangi núna en venjulegu en það er ekkert hægt að segja til um það eins og er. Ég mun að minnstakosti bíða eftir því að Veðurstofu Íslands tjái sig um þetta ef eitthvað er að gerast.

Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá hvað gerist næst í Bárðarbungu.