Endurnýjuð jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (7-September-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Undanfarar þessa jarðskjálfta voru litlir jarðskjálftar en það kom ekki mikill fjöldi fram. Eftirskjálftar hafa einnig verið fáir. Í dag hefur jarðskjálftavirkni verið lítil.

160907_2045
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin er á sama svæði og jarðskjálfti með stærðina 4,9 varð fyrir tveim vikum síðan. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað meira gerist í Kötlu á þessum tímapunkti. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá til hvað gerist næst.