Í dag klukkan 12:19 hófst jarðskjálftavirkni í Kötlu. Jarðskjálftavirknin hefur að mestu leiti verið hefðbundin fyrir Kötlu. Þetta voru litlir jarðskjálftar og fæstir af þeim voru stærri en 2,0. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,0 klukkan 15:57 og síðan 3,3 klukkan 16:12.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er erfitt að sjá hvort að þessi jarðskjálftavirkni í Kötlu varð vegna breytinga í jarðhitakerfum innan öskju Kötlu eða vegna þess að þrýstibreytingar á kviku eða gasi áttu sér stað í Kötlu. Enginn breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Eftir að stærstu jarðskjáfltanir urðu þá dró verulega úr jarðskjálftavirkninni. Jarðskjálftavirknin gæti þó tekið sig upp aftur eða ný jarðskjálftahrina hafist án mikils fyrirvara.