Í dag (18-September-2016) urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu sem voru stærri en þrír að stærð. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,8 og sá seinni var með stærðina 3,7. Einnig komu fram minni jarðskjálftar.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu undanfarna mánuði og ég reikna fastlega með því að svona virkni mundi halda áfram að koma fram og verði þar lítil breyting á. Svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á sér núna stað einu sinni til tvisvar í viku.