Undanfarna tvo daga hefur verið jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina er manngerð og vegna niðurdælingar Orkuveitunar á affallsvatni niður í jörðina. Þegar horft er á jarðskjálftahrinuna mætti halda að eitthvað væri að gerast í eldstöðinni en hérna er bara niðurdæling á ferðinni. Hinsvegar er ekkert að gerast í Henglinum sem eldstöð.
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,0 (x2), 3,2 (x1), 3,6 (x1). Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og því hugsanlegt að frekari jarðskjálftavirkni verði. Ef eitthvað gerist, þá mun ég uppfæra þessa grein. Yfir 300 jarðskjálftar hafa orðið, flestir af þeim eru smærri en 2,0 að stærð.