Í dag (13-október-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Eftir eldgosið í Bárðarbungu hefur verið viðvarandi jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli, ekki hefur fundist almennileg skýring á þessari jarðskjálftavirkni. Það er ýmislegt sem bendir til þess að hérna sé um að ræða kviku sem er á ferðinni inni í eldstöðinni og er mjög hægfara en hvað er nákvæmlega að gerast er óljóst í dag.
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það eru engin þekkt eldgos í Tungnafellsjökli síðustu 12000 árin og því er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta þróast í eldstöðinni. Í dag eru engin augljóst merki þess að Tungnafellsjökull sé að undirbúa eldgos og er möguleiki að þessi jarðskjálftavirkni í dag séu eftiráhrif af eldgosinu í Bárðarbungu 2014 sem olli mikilli streitu í jarðskorpunni á þessu svæði.