Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Tungnafellsjökli

Þessi grein fjallar um tvær eldstöðvar. Það er einnig talsverð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þessa stundina en það verður sér grein ef þörf er á því.

Öræfajökull

Þessa stundina er nærri því stöðug jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,0 og annar stærsti jarðskjáfltinn var með stærðina 1,2.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli síðustu 15 dagana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem ég hef áhyggjur af er að Öræfajökull virðist vera kominn í annað stig í því ferli áður en eldgos verður. Þessu er lýst vel í þessari grein hérna byggt á rannsókn frá USGS. Greinina er hægt að lesa hérna á ensku. Seismic patterns help forecast eruptions from quiet stratovolcanoes

Tungnafellsjökull

Það hefur einnig verið lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli síðustu klukkutíma og daga. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum í Tungnafellsjökli á þessari stundu. Það er hugsanlegt að hérna sé um að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni vegna Bárðarbungu og eldgossins 2014 til 2015.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Þarna sést einnig jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna þá er ég ekki að reikna með eldgosi í nálægri framtíð í Tungnafellsjökli.