Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Hamrinum

Í dag (13-Október-2019) klukkan 19:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Hamrinum (sjá Bárðarbunga). Það hefur verið einhver jarðskjálftavirkni á svæðinu síðustu vikur.


Jarðskjálftavirkni í Hamrinum (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar jarðskjálftavirkni fór að aukast í Hamrinum þá endaði það í eldgosi í Júlí 2011 en það eldgos er ekki staðfest af sérfræðingunum en það er mín skoðun að eldgos hafi átt sér stað miðað við þau gögn sem hafa komið fram (gosórói, jökulhlaup).

Aukin jarðskjálftavirkni í Hamrinum (Bárðarbunga)

Síðustu daga hefur verið aukning í jarðskjálftum í Hamrinum (hluti af Bárðarbungu kerfinu). Hjá Global Volcanism Program er þetta skráð sem Loki-Fögrufjöll. Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Ágúst-2019 var með stærðina 2,8 og 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum (rauðu/bláu punktanir nærri jaðri jökulsins vestan við Grímsvötn). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirknin hófst í Hamrinum þá varð lítið eldgos þar nokkrum mánuðum seinna. Það eldgos varð þann 12 Júlí 2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna og hérna (jökulhlaupið sem kom í kjölfarið á eldgosinu, 13 Júlí 2011). Þau urðu síðan frekari minni eldgos í Ágúst og Nóvember 2011 í Hamrinum sem vörðu að hámark í 4 klukkutíma. Síðan þá hefur eldstöðin róast niður og sérstaklega eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 og 2015.

Það er óljóst hvað er að gerast núna í Hamrinum en á þessaris stundu er ekkert eldgos að eiga sér stað og eldgos í Hamrinum mun koma mjög skýrt fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það virðist sem að eldgos í Hamrinum geti hafist án nokkurar jarðskjálftavirkni, ég veit ekki afhverju það er. Síðasta stórgos í Hamrinum varð árið 1910 frá 18 Júní til Október.

Skaftárhlaup hafið frá Skaftárkötlum (eystri)

Það var staðfest í dag (2-Ágúst-2018) að skaftárhlaup væri hafið og að eystri skaftárketillinn væri byrjaður að tæma sig. Samkvæmt fréttum þá byrjaði GPS stöð nærri eystri skaftárkatlinum að síga um miðnætti og á sama tíma breyttist órói á nálægum SIL mælistöðvum.


Óróinn á SIL stöð næst skaftárkötlunum vegna skaftárhlaupsins. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það getur tekið um viku fyrir eystri skaftárketlinn að tæma sig en það veltur á því hversu mikið vatn er að hlaupa fram núna. Síðasta skaftárhlaup var fyrir þrem árum síðan.

Hugsanleg staðfesting á litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí-2011

Í Júlí-2011 varð smágos í Hamarinum (hluti af Bárðarbungu). Þetta eldgos varði ekki lengi, aðeins nokkrar klukkustundir. Þetta litla eldgos olli hinsvegar flóði sem náði hámarkinu 2.200m³/sek og fór það í Hágöngulón og þar suður með. Engar skemmdir urðu vegna þessa jökulflóðs.

Í dag (05-Mars-2016) var Stöð 2 með litla frétt um þetta eldgos og að það hefði loksins verið staðfest en ég hef verið á þeirri skoðun í lengri tíma að þarna hafi orðið lítið eldgos. Jarðvísindamenn hafa verið á annari skoðun þangað til núna. Ég er á þeirri skoðun varðandi litla eldgosið sem átti sér stað í Júlí-2011 í Kötlu, þó er Magnús Tumi ennþá á þeirri skoðun að þar hafi bara jarðhiti verið á ferðinni.

Ég skrifaði um atburðina í Hamrinum á ensku jarðfræðinni vefsíðunni árið 2011.

New harmonic tremor detected. But it is not from Katla volcano
Glacier flood confirmed from Vatnajökull glacier, flood is from Hamarinn volcano (Loki-Fögrufjöll area)

Frétt Vísir.is og Stöðvar 2

Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika 01 2016)

Núverandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu mun gerast reglulega þangað til að næsta eldgos verður. Vegna þess mun ég ekki skrifa um allar þær jarðskjálftahrinur sem munu eiga sér stað í Bárðarbungu, ég mun helst skrifa um jarðskjálftahrinur þar sem jarðskjálftar verða stærri en 3,0 verða. Staðan í Bárðarbungu er að verða flóknari vegna aukinnar virkni kviku á miklu dýpi og einnig vegna þess að kvikan er að búa sér til leiðir upp á yfirborðið á mörgum nýjum stöðum. Síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk þá hefur jarðskjálftum verið að fjölga í Bárðarbungu á undanförnum mánuðum. Þetta sést best á því að næstum því hverri viku verða jarðskjálftar sem ná stærðinni 3,0 eða sterkari í Bárðarbungu. Það hefur einnig verið að koma fram djúp jarðskjálftavirkni undir Trölladyngju Í upphafi var jarðskjálftavirknin á 28 km dýpi en er núna komin upp í rúmlega 20 km dýpi, það ferli tók aðeins 1,5 til 2,5 mánuði (mjög stuttur tími). Það er mín skoðun að þessi jarðskjálftavirkni í Trölladyngju sé áhyggjuefni. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan stoppi og komist ekki upp á yfirborðið í Trölladyngju. Ef kvikan kemst mjög nærri yfirborðinu án þess að gjósa þá gæti myndast ný hæð eða háhitasvæði. Hvað svo sem gerist á þessu svæði verður áhugavert.

160110_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í gær (10-Janúar-2016). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Seinna vandamálið sem er að koma fram núna er Loki-Fögrufjöll einnig þekkt sem Hamarinn. Jarðskjálftinn sem átti sér stað í Hamarinum var með stærðina 3,2 og dýpið 0,7 km. Í Bárðarbungu varð einnig jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 0,1 km. Hamarinn er flókin eldstöð með grunn kvikuhólf. Eftir síðasta jökulhlaup úr skaftárkötlum var ljóst að jarðhitasvæðið er að stækka og að auka virkni sína. Það þýðir að aukin orka er að flæða inn í jarðhitasvæðin í Hamrinum. Það gerist eingöngu þegar ný og heitari kvika kemur inn í eldstöðina. Þessi breyting er varasöm, bæði til styttri og lengri tíma. Til styttri tíma þýðir þetta að mínu áliti að aukin hætta sé á litlum eldgosum í Hamrinum. Hættan að stórum eldgosum hefur einnig aukist við þessa breytingu í Hamrinum. Síðasta stóra eldgos í Hamrinum varð árið 1910 í Júní til Október 1910. Síðasta litla eldgos í Hamrinum varð í Júlí 2011 að mínu áliti. Það eldgos hefur ekki verið staðfest af jarðfræðingum og ég veit ekki afhverju það er raunin. Jökul-flóð fylgdi því litla eldgosi.

Til þess að auka flækjustigið þá er hætta á eldgosum á svæðum þar sem ekki hefur gosið áður, þar sem hætta er á því að nýjar sprungur opnist án mikils fyrirvara í nágrenni við Bárðarbungu. Einnig sem að kvikuinnskot gætu farið á ný svæði án nokkurs fyrirvara. Það er hugsanlegt að núverandi eldgosatímabil í Bárðarbungu vari næstu 20 árin. Eldgosatímabilið sem hófst árið 1862 lauk ekki fyrr en árið 1910. Nýjasta eldgosatímabilið hófst árið 2014 og það er ennþá í gangi. Lengsta eldgosatímabilið sem ég sé í gögnum GVP (Global Volcanism Program) hófst árið 1697, en því lauk ekki fyrr en 1797.

Virkni í Heklu

Í dag varð stakur jarðskjálfti með stærðina 1,7 í Heklu. Engin frekari jarðskjálftavirkni varð í Heklu á kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Frostabrestir

Síðastliðinn sólarhring hefur verið mjög kalt á Íslandi. Þetta hefur valdið frostabrestum víða á landinu undanfarinn sólarhring. Þeir geta komið fram sem hærri órói á SIL stöðvum (bláa bandið). Einnig sem að frostabrestir geta komið fram sem mjög litlir jarðskjálftar á mælakorti Veðurstofu Íslands.

Áhugaverð virkni í Hamrinum (Bárðarbunga) og Tungnafellsjökli

Í gær (11-September-2015) átti sér stað áhugaverð virkin í Hamrinum (sjá undir Bárðarbunga). Hamarinn er eldstöð sem er innan sprungusveims Bárðarbungu. Hamarinn er hugsanlega tengdur eldstöðinni Bárðarbungu en sönnunargöng fyrir því eru mjög veik. Þó benda söguleg gögn til þess að oft gjósi í Hamrinum á svipuðum tíma og í Bárðarbungu. Annað slíkt dæmi er eldstöðin Þórðarhyrna í sprungusvarmi Grímsfjalls.

Sú jarðskjálftahrina sem hófst í Hamrinum byrjaði með litlum jarðskjálfta á 22,3 km dýpi. Nokkrir grunnir jarðskjálftar áttu sér stað á undan þessum jarðskjálfta, en þeir tengjast líklega breytingum í jarðhitakerfi Hamarsins á undan jarðskjálftanum. Þessi staki jarðskjálfti kom af stað hrinu jarðskjálfta á minna dýpi, það bendir til þess að þrýstingur inní eldstöðinni sé orðinn hár, hversu hár er ómögulegt að segja til um, það er einnig ekki hægt að segja til um það hversu nálægt eldgosi eldstöðin er. Miðað við þær vísbendingar sem ég er að sjá núna, þá er útlitið ekki gott að mínu mati. Síðast varð lítið eldgos í Hamrinum í Júlí-2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna, hérna og hérna.

150911_2215
Það svæði sem er núna virkt í Hamrinum. Jökulinn á þessu svæði er í kringum 300 til 400 metra þykkur. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.11.09.2015.at.22.48.utc
Þeir jarðskjálftar sem eiga sér stað í Hamrinum eru lágtíðni jarðskjálftar (grænir og rauðir toppar). Einnig sést óróatoppur á græna bandinu, ég veit ekki afhverju sá órói varð en hann virðist ekki koma fram á bláa og rauða bandinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.11.09.2015.at.22.49.utc
Óróatoppurinn sést ekki á SIL stöðinni í Skrokköldu. Ég er ekki viss um afhverju það er. Jarðskjálftavirkni sést mjög vel. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Virkni í Tungnafellsjökli

Það hefur einnig verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli. í gær (11-September-2015) varð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftahrinan hófst á jarðskjálfta á 12,3 km dýpi og varð öll á svipuðu dýpi í kjölfarið. Þetta bendir til þess að kvikuinnskot hafi átt sér stað í dag á þessu svæði. Hvenær slíkt gæti er ekki hægt að spá fyrir um. Það er einnig hugsanlegt að kvika sér á minna dýpi nú þegar vegna þeirrar virkni sem átti sér stað í kringum eldgosið í Bárðarbungu.

150911_2215
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Tungnafellsjökull er fyrir norðan Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 1,9. Þetta var einnig grynnsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Eftir því sem ég best veit þá hafa ekki orðið neinar yfirborðsbreytingar í Tungnafellsjökli eftir því sem ég kemst næst. Það verða ekkert alltaf yfirborðsbreytingar í eldstöðvum (hverir og jarðhiti) áður en eldgos hefst.

Hvað gerist næst í Bárðarbungu

Það er liðið talsvert síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk og allt er rólegt eins og er í Bárðarbungu. Hvað gerist næst í Bárðarbungu er ekki vitað og enginn er með svarið við þeirri spurningu. Hérna eru tveir möguleikar á því hvað gæti gerst.

  • Rekið heldur áfram án þess að frekari eldgos verði.
  • Nýt kvika mun fljótlega koma inn í Bárðarbungu. Í kjölfarið hefst nýtt eldgos nokkrum dögum eða vikum seinna.

Það er einnig að mínu áliti hætta á eldgosi í Hamrinum (stundum kallað Loki-Fögrufjöll). Sú eldstöð er innan sprungusveims Bárðarbungu og því er hætta á því að kvikuinnskot komist inn í þá eldgos og eldgos hefjist þar í kjölfarið. Það er ekki hægt að vita hversu stórt slíkt eldgos yrði. Það er ólíklegt að kvikuinnskot muni ná til Torfajökuls. Það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkan atburð.

Hvað mun gerast í Bárðarbungu veltur á mörgum atriðum og þau eru ekki öll þekkt á þessari stundu. Það sem er vitað er að jarðhiti hefur verið að aukast í jarðskorpunni (næst Bárðarbungu) og í öskju Bárðarbungu og það eru ekki góðar vísbendingar. Það sem er ekki þekkt er hversu langan tíma þetta tekur, ef þetta gerist þá nokkurntímann. Næsta eldgos gæti átt sér stað á morgun, það er hinsvegar alveg jafn mikil hætta á því að ekkert muni gerast í lengri tíma. Þar sem það er engin leið til þess að vita hvenær næsta eldgos mun hefjast.

Eins og staðan er í dag þá er ég bara að vakta Bárðarbungu og fylgjast með því sem er að gerast þar. Textinn að ofan eru bara getgátur um það sem gæti gerst. Eina leiðin til þess að vita hvað gerist næst er að bíða eftir næsta eldgosi, sú bið gæti orðið mjög löng.

Styrkir: Hægt er að styrkja mína vinnu hérna með því að versla við Amazon UK eða með því að leggja beint inna á mig. Upplýsingar um það hvernig hægt er að leggja beint inná mig er að finna hérna.

Staðan í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015

Hérna eru nýjustu upplýsingar um stöðuna í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá hafa ekki orðið neinar stórar breytingar á eldgosinu í Holuhrauni um helgina. Eldgosið heldur áfram að mestu leiti á svipuðum nótum og hefur verið síðustu fjóra mánuðina. Hraunið rennur núna neðanjarðar að mestu leiti í nýja hrauninu sem hefur myndast í eldgosinu.

150105_2225
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minni jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu síðustu daga og ber þess merki að dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkninni miðað við vikunar á undann. Það er mín skoðun að þetta bendi til þess að kvikuhólfið sem var að tæmast sé núna orðið tómt, eða næstum því orðið tómt. Ef það er raunin þá er hætta á því að þetta kvikuhólf falli saman með látum að mínu áliti. Þetta mundi ekki vera hrun öskjunnar, heldur eingöngu kvikuhólfsins sem er undir öskjunni í mjög flóknu eldfjalli. Þetta getur auðvitað ekki gerst, ef þetta gerist þá munu merkin verða merki af mjög stórum jarðskjálftum sem munu eiga sér stað þegar kvikuhólfið fellur saman. Ef þetta gerist ekki og kvikuhólfið helst uppi (jafnvel þó svo að kvikan sé öll farin eða nærri því öll farinn) þá er ljóst að jarðskorpan í Bárðarbungu brotnar ekki svo auðveldlega. Það er hinsvegar þekkt staðreynd að náttúrunni er illa við tóm rými þar sem þau eiga ekki að vera.

Eldstöðvanar Tungafellsjökull og Hamarinn

Vísindamenn hafa núna áhyggjur af því að Bárðarbunga sé að valda óstöðugleika í nálægum eldstöðvum. Þá helst í Tungafellsjökli og Hamrinum (einnig þekktur sem Loki-Fögrufjöll). Mikill munur er á Tungafellsjökli og Hamrinum, það er hinsvegar aukinn virkni í þessum tveim eldfjöllum síðustu fjóra mánuði.

Vandamálið við Hamarinn er það að ekki eru miklir jarðskjálftar í þeirri eldstöð og eldgos virðast geta átt sér stað þar án mikils fyrirvara eða viðvörunar (það gæti breyst, en þetta er það sem gögnin benda til núna). Þetta bendir til þess að kvika sé tiltölulega grunnt í Hamrinum og að jarðskorpan sé svo mjúk að hún brotnar ekki (þetta er bara mín hugmynd um hvað gæti verið að gerast þarna, þetta hefur ekki verið sannað). Ef þetta er staðan, eins og gögnin benda til þá er hætta á eldgosi í Hamrinum án mikillar viðvörunar og mjög lítilli eða engri jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos var í Hamrinum í Júlí-2011 og skrifaði ég um það hérna og hérna (á ensku).

Staðan er önnur í Tungafellsjökli. Þar hefur verið örlítið um kvikuinnskot í eldstöðina síðan seint árið 2011 eða snemma árið 2012. Þau kvikuinnskot hafa búið til frekari leiðir fyrir meiri kviku að ryðja sér leið upp á yfirborðið og valda eldgosi. Eins og stendur er ekki nægjanlega mikið af kviku í Tungafellsjökli til þess að valda eldgosi og þessi kvika hefur ekki þrýstinginn til þess að valda eldgosi að auki eftir því sem ég er að sjá úr gögnum (mín skoðun). Eins og staðan er núna, þá verður umtalsvert meira að gerast til þess að það fari að gjósa í Tungafellsjökli í fyrsta skipti á sögulegum tíma að mínu mati (athugið! Ég hef stundum rangt fyrir mér í þessum efnum).

Það sem búast má við af Bárðarbungu (líklega)

Þetta hérna eru hugleiðingar um það sem er hugsanlegt að muni gerast í Bárðarbungu.

Hrun Bárðarbungu í nýja öskju

Í dag er askja í Bárðarbungu, þetta er ein stærsta askja Íslands og er rúmlega 70 ferkílómetrar að stærð og 10 km að breidd. Hinsvegar stendur eldstöðin hátt og er hæst rúmlega 2009 metra yfir sjávarmáli. Þannig að það er nægur efniviður fyrir Bárðarbungu til þess að falla niður í. Þann 16-Ágúst-2014 hófst þetta ferli sem mun valda hruni Bárðarbungu. Þann dag var hófst hrunið í Bárðarbungu, en það vissi það bara ekki neinn, en þann dag hófst einnig öflug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem markaði þetta upphaf hruns Bárðarbungu. Þegar hrun Bárðarbungu hefst fyrir alvöru má búast við mjög sterkum jarðskjálftum á svæðinu. Stærðir þeirra verða frá 5,5 til 6,7 og hugsanlega stærri ef jarðskorpan þarna ber slíka jarðskjálfta. Kvikan sem er í kvikuhólfi Bárðarbungu mun síðan leita upp með brúnum misgengins sem myndast hefur (hringurinn sem jarðskjáfltanir mynda eru misgengið). Kraftur eldgossins mun ráðast að mestu leiti á því hversu mikið öskjusig þetta verður, það er ekki hægt að segja til um það hversu mikið það verður fyrr en það hefst. Ég er hinsvegar að búast við mjög stóru öskjusigi sem mun valda miklu tjóni á Íslandi.

Það er einnig hætta á því að mínu áliti (sem getur verið rangt) að norðari hlið Bárðarbungu falli fram eða hrynji niður í þessum átökum sem þarna munu eiga sér stað. Hvað varðar jökulflóð þá er ljóst að þau munu fara bæði suður-vestur og norður með vatnasvæðum þar sem þau falla. Hversu mikið hlaupvatn er um að ræða er erfitt að segja til um á þessari stundu, en ljóst er það mun verða umtalsvert. Reikna með tjóni á vatnsvirkjum á þeim svæðum þar sem flóðin munu fara um. Einnig má reikna með miklu tjóni við Húsavík þar sem flóðin fara um. Tjón af völdum öskuskýs mun eingöngu ráðast af vindátt þegar að þessu kemur. Reikna má með að öskuskýið verði mjög stórt þegar þetta gerist og nái jafvel meira en 20 km hæð.

Eldgosavirkni mun halda áfram eftir að hruninu líkur. Hversu lengi slík virkni mun vara veit ég ekki fyrr en þessu er öllu saman lokið. Það getur verið allt frá viku upp í mörg ár. Það eina sem er hægt að gera er að bíða og sjá til hvernig þetta fer.

Öryggisatriði fyrir fólk

  • Fólk þarf að kaupa sér langbylgjuútvarp til þess að ná langbylgju útsendingum. Þar sem reikna má með tjóni á fjarskiptavirkjum og rafmagnsleysi þegar öskjusigið hefst. Upplýsingavefsíðu Rúv um langbylgjuna er að finna hérna.
  • Fólk ætti að fá sér heimasíma sem gengur eingöngu á fastlínukerfinu. Það tryggir virkni fastlínusíma ef aðrar fjarskiptaleiðir tapast (sambönd yfir farsíma).
  • Fólk ætti að fá sér talstöðvar. Þar sem ekki er hægt að treysta á farsímakerfið eða fastlínukerfið virki í verstu tilfellunum eða eftir langdregið rafmagnsleysi. Þannig er hægt að tryggja þráðlaus fjarskipti á takmörkuðu svæði. Þar sem drægni talstöðva er ekki meira en 8 til 10 km á UHF bandinu.
  • Hægt er að nota varaaflgjafa við sjónvörp (flatskjái). Við slík sjónvörp þá duga þeir lengur en við tölvur, en ekki endalaust.
  • Fólk skal búast við sambandsleysi við internetið þegar þetta hefst. Þar sem ekki er hægt að treysta á það að flutningsleiðir fyrir internet sambönd haldi við álíka hamfarir.
  • Fólk á að hlusta á tilkynningar frá Almannavörnum þegar þetta skellur á. Hvort sem þær eru í útvarpi eða sjónvarpinu.

Um stöðuna í Bárðarbungu

Staðan í Bárðarbungu er mjög alvarleg og fer ekki batnandi eftir því sem tíminn líður. Það er ljóst að mjög stórir atburðir eru að eiga sér stað þar núna. Þetta eru hugsanlega stærstu atburðir í sögu Íslands síðan land byggðist, það er þó ekki hægt að vera viss um slíkt fyrr en þetta hefst. Ég byggi mitt álít á bestu vísindalegu gögnum sem ég hef. Það sem ég veit ekki hvenær þetta mun hefast. Hinsvegar er ljóst að mínu áliti að þetta öskjusig í Bárðarbungu mun ekki hætta, það hefur ekki sýnt nein merki um að farið sé að hægjast á því sigi sem hafið er. Virkni dettur hinsvegar niður í einhverja klukkutíma eins og er og hefur gert það frá upphafi þessara atburða, ég veit ekki afhverju það er ennþá og hugsanlegt er það mun taka vísindamenn marga áratugi að komast að því afhverju slíkt hegðun á sér stað í eldstöðvarkerfum almennt.

Ég vona það besta í þeirri atburðarrás sem er núna að fara af stað. Hinsvegar er ljóst í mínum huga þegar þetta fer af stað af fullu afli þá mun verða mikið tjón. Ég vona að íslendingar sleppi við mannfall vegna þessara atburða sem eru að fara af stað fljótlega að mínu áliti.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 23:19

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Yfirvofandi hrun Bárðarbungu í öskju

Það er ljóst að mínu áliti að Bárðarbunga mun hrynja í öskju einhverntímann á næstu dögum til mánuðum. Þetta ferli hófst þann 16-Ágúst-2014 og því mun ekki ljúka fyrr en Bárðarbunga fellur saman inn á sjálfan sig í stóru öskugosi, væntanlega með miklu jökulflóði á þessu svæði þar sem þarna er mikill jökull. Það er mjög undarlegt að mér finnst að ekki skuli vera talað um þetta í fjölmiðlum á Íslandi, þar sem það er mín skoðun að þetta muni gerast, það eina sem skiptir máli núna er sá tími sem er til stefnu áður en eldgos fara að hefjast í sjálfri Bárðarbungu og síðan hvenær sjálf hrun Bárðarbungu hefst. Ég reikna nefnilega ekki með því að fjallið Bárðarbunga muni verða til eftir að þetta er allt saman gengið yfir. Ég reikna einnig með stóru öskugosi í kjölfarið á hruni Bárðarbungu. Það eina sem er ekki vitað hvenær þetta mun allt saman byrja, enda er ekki hægt að spá fyrir um slíka atburði með neinni nákvæmni ennþá.

Ég reikna einnig með að eldgos geti hafist án viðvörunar í Hamrinum, sem er eldstöð innan sprungukerfis Bárðarbungu. Ég er einnig farinn að reikna með að kvikuinnskot geti farið suður með sprungukerfi Bárðarbungu í átt að Torfajökli. Það er þó ekki ennþá hafið en líkunar á slíkum atburðum eru mjög miklir að mínu mati. Síðan er lítill möguleiki á því að Bárðarbunga geti hafið eldgos í nálægum eldstöðvum vegna spennubreytinga frá þessum atburðum. Þetta eru ekki miklar líkur en eru þó engu að síður til staðar.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram eins og síðustu daga eins og komið hefur fram í fréttum. Hraunið frá þessu eldgosi er núna langt komið með að stífla Jökulsá á Fjöllum og mynda þar lítið lón í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé farið að draga úr eldgosinu í Holuhrauni eins og staðan er núna. Einnig hefur komið í ljós að sjö eldgos hafa átt sér stað síðan þessi atburðir hófst þann 16-Ágúst-2014. Það hafa verið flest allt saman smágos undir jökli sem hafa ekki sést og ekki valdið neinum teljandi flóðum í kjölfarið.

Ef einhverjir stórir atburðir eiga sér stað. Þá mun ég setja inn uppfærslu hingað eða skrifa nýja grein um það sem er að gerast.