Það var staðfest í dag (2-Ágúst-2018) að skaftárhlaup væri hafið og að eystri skaftárketillinn væri byrjaður að tæma sig. Samkvæmt fréttum þá byrjaði GPS stöð nærri eystri skaftárkatlinum að síga um miðnætti og á sama tíma breyttist órói á nálægum SIL mælistöðvum.
Óróinn á SIL stöð næst skaftárkötlunum vegna skaftárhlaupsins. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það getur tekið um viku fyrir eystri skaftárketlinn að tæma sig en það veltur á því hversu mikið vatn er að hlaupa fram núna. Síðasta skaftárhlaup var fyrir þrem árum síðan.