Von á litlu jökulhlaupi úr Grímsvötnum á morgun (11. Október 2022)

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni og frétt á Rúv. Þá er von á litlu jökulhlaupi frá Grímsvötnum á morgun. Þetta verður mjög lítið jökulhlaup og því stafar vegum eða brúm ekki nein hætta af þessu jökulflóði. Síðasta jökulflóð átti sér stað í Desember 2021. Búist er við því að jökulflóðið komi fram í Gígjukvísl.

Fréttir og tilkynning Veðurstofunnar

Lítið hlaup úr Grímsvötnum (Veðurstofan)
Von á litlu hlaupi úr Grímsvötnum á morgun (Rúv.is)

Jökulflóð að hefjast úr Grímsvötnum í eldstöðinni Grímsfjöllum

Það var tilkynnt í dag (24-Nóvember-2021) var tilkynnt að jökuflóð væri að hefjast úr Grímsvötnum sem eru í Grímsfjöllum. Það mun taka talsverðan tíma fyrir flóðið að koma undan jökli og niður í jökulár sem eru þarna á svæðinu, allt frá nokkrum klukkutímum til nokkura daga.

Það er einnig hætta á að þetta komi af stað eldgosi í Grímsfjalli. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós. Síðasta jökulflóð árið 2018 í Grímsvötnum kom ekki af stað eldgosi í Grímsfjalli.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu, jökulhlaup frá Mýrdalsjökli ennþá í gangi

Í dag (7-Ágúst-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jökulflóð að koma undan Mýrdalsjökli núna sem rennur í Múlakvísl. Þetta er lítið jökulflóð en lögreglan hefur ráðlagt fólki að vera ekki að stoppa nærri Múlakvísl vegna brennisteinsvetnis sem getur safnast saman þar sem vindur nær ekki að blása. Brennisteinsvetni er hættulegt fólki í miklu magni.

Skaftárhlaup hafið frá Skaftárkötlum (eystri)

Það var staðfest í dag (2-Ágúst-2018) að skaftárhlaup væri hafið og að eystri skaftárketillinn væri byrjaður að tæma sig. Samkvæmt fréttum þá byrjaði GPS stöð nærri eystri skaftárkatlinum að síga um miðnætti og á sama tíma breyttist órói á nálægum SIL mælistöðvum.


Óróinn á SIL stöð næst skaftárkötlunum vegna skaftárhlaupsins. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það getur tekið um viku fyrir eystri skaftárketlinn að tæma sig en það veltur á því hversu mikið vatn er að hlaupa fram núna. Síðasta skaftárhlaup var fyrir þrem árum síðan.

Jökulhlaupi frá Mýrdalsjökli (Kötlu) lokið

Veðurstofa Íslands hefur tilkynnt að jökulflóði frá Mýrdalsjökli sem fór í Múlakvísl er núna lokið. Engir jarðskjálftar hafa mælst í Kötlu síðustu 12 klukkutímana og leiðni í Múlakvísl hefur einnig farið niður á eðlilegt stig.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Litakóði fyrir Kötlu er ennþá gulur og verður ekki breytt fyrr en einhverntímann í næstu viku. Þó svo að þessu jökulflóði sé lokið þá getur virkni tekið sig upp aftur í Kötlu án mikillar viðvörunar. Þessa stundina er hinsvegar rólegt í Kötlu og ekkert jökulflóð í gangi.

Staðan í Kötlu þann 29-Júlí-2017

Þessi grein verður notuð í dag til þess að skrifa uppfærslur um stöðu mála í þeirri atburðarrás sem er hafin í Kötlu. Ef að stórt eldgos verður í Kötlu þá mun ég skrifa nýja grein sérstaklega um þann atburð.

Yfirlit yfir virknina í Kötlu í nótt og dag

Það virðist sem að í nótt hafi orðið smágos í Kötlu (þetta er eingöngu mín skoðun). Ég miða hérna við þann óróapúls sem kom fram í nótt í Kötlu eftir miðnætti. Upptakasvæði þessa smágoss virðist vera í norð-vestur hluta Kötlu öskjunnar, nálægt þeim stað þar sem jarðskjálfti með stærðina 3,0 átti sér stað klukkan 00:48. Óróinn sem er að koma fram núna er mjög óstöðugur og sveiflast mjög mikið en er hinsvegar ennþá fyrir ofan bakgrunnshávaða (rok, öldugang). Þegar þessi grein er skrifuð virðist vera sem að núverandi órói stafi af því að vatn sé á ferðinni undir Mýrdalsjökli frekar en að kvika sé að gjósa þar núna. Það er líklegt að flóð verði í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli (líklega Múlakvísl).


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn í Kötlu klukkan 12:09 í dag í Austmannsbungu. Þarna sést augljóslega litla eldgosið sem varð og óróann sem það bjó til. Þarna sést einnig núverandi óróapúls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn í Austmannsbungu klukkan 13:04 í dag. Þarna sést hvernig óróinn hefur þróast frá því um hádegið. Hærri tíðnir eru í gangi og það bendir til þess að um sé að ræða vatn frekar en kviku sem veldur þessum óróa. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn eins og hann kom fram í Goðabungu í dag klukkan 12:09. Þarna sést vel litla eldgosið sem varð í nótt. Óróinn sem stafar af flóðvatninu er hinsvegar miklu minni á Goðabungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn eins og hann kemur fram á Rjúpnafelli við Mýrdalsjökull. Smágosið sést mjög vel en óróinn vegna flóðvatnsins er mun minni eins og stendur. Þessi SIL stöð er í meiri fjarlægð frá Kötlu heldur en hinar tvær SIL stöðvanar. Það veldur því að óróinn sést aðeins minna á þessari SIL stöð en hinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Viðvörunarstig Kötlu hefur verið fært yfir á gult stig. Það er hægt að horfa á Múlakvísl og jökulflóðið hérna á vefsíðu Rúv. Núverandi jökulflóð er að minnka þessa stundina en það kann bara að vera tímabundið ef meira vatn er á leiðinni undan jöklinum. Leiðni hefur einnig farið minnkandi síðustu klukkutíma í Múlakvísl.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum í dag (29-Júlí-2017).

Aukin hætta á jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli

Veðurstofan hefur gefið út að aukin hætta sé á jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli. Samkvæmt Veðurstofunni þá hefur leiðni verið að aukast stöðugt í Múlakvísl síðustu daga og samkvæmt lögreglunni á svæðinu þá er óvenju mikið í Múlakvísl þessa stundina.

Leiðni er núna 290μS/cm í Múlakvísl og er þessa stundina stöðug. Samkvæmt Veðurstofunni bendir það til þess að ketill í Mýrdalsjökli sé líklega að fara að tæmast og það veldur jökulflóði í Múlakvísl.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála á vef Veðurstofunnar um vatnafar.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum.

Lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum

Þann 18 Ágúst 2016 hófst lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum. Samkvæmt fréttum er þetta mjög lítið jökulhlaup og hefur íshellan eingöngu lækkað um fimm metra síðan 18 Ágúst.

grf.svd.23.08.2016.at.14.51.utc
Órói sem hefur fylgt þessu jökulhlaupi á Grímsvötn SIL stöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta jökulflóð fer í Gígjukvísl samkvæmt Veðurstofu Íslands, eins og staðan er núna þá heldur Veðurstofan að það sé ekki nein hætta af þessu jökulflóði. Mesta hættan stafar af gasi sem er í jökulvatninu og losnar þegar þrýstingur fellur við það að jökulvatnið kemur undan jöklinum. Engra stórra breytinga er að vænta í Gígjukvísl vegna þess að þetta jökuflóð er mjög lítið.

Fréttir af þessu jökulflóði

Lítið jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum (Rúv.is)
Jök­ul­hlaup hafið úr Grím­svötn­um (mbl.is)

Lítið jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli

Fyrir nokkrum dögum síðan hófst lítil jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli. Þetta er mjög lítið jökulhlaup og ekki er reiknað með neinu tjóni vegna þess. Það er reiknað með að þetta jökulhlaup verði lítið, þar sem stutt er síðan síðast hlaup kom úr vestari skaftárkatlinum.

jok.svd.23.06.2016.at.19.57.utc
Óróleiki á óróaplotti Veðurstofu Íslands vegna jökulhlaupsins. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar vatnsþrýstingur fellur á jarðhitakerfinu í vestari skaftárkatlinum þá koma stundum fram óróatoppar í kjölfarið. Ástæða þess er ekki þekkt að þetta gerist er ekki þekkt en helstu hugmyndirnar eru þær að kvika fari af stað í jarðhitakerfinu vegna þrýstiléttis í kjölfarið á því að ketlinn tæmist. Myndin að ofan sýnir óróatopp (við endann) sem er núna að koma fram í kjölfarið á jökulhlaupinu úr vestari skaftárkatlinum. Það er ekki reiknað með að eldgos verði þarna í kjölfarið á þessu jökulhlaupi, þar sem venjulega þá gerist ekki neitt meira en bara óróatoppar í kjölfarið á svona jökulhlaupi.

Skaftárhlaup hafið frá Skaftárkötlum

Í gær (16-Júní-2015) hófst lítið skaftárhlaup frá vestari skaftárkatlinum að talið er. Þetta er mjög lítið flóð og getur mest orðið rúmlega 900m³/sek. Aðal hættan frá þessum flóðum eru þær gastegundir sem losna útí andrúmsloftið þegar vatnið kemur undan jökli. Vegna þess þá mælist Veðurstofan til þess að fólk haldi sig fjarri þeim ám sem flóðið fer í og fari ekki nærri þeim jöklum sem flóðið kemur undan. Það er ekki ljóst núna hversu stórt þetta flóð mun verða eða hvort að það komi frá vestari skaftárkatlinum, sem er þó líklegra þar sem stutt er síðan það hljóp úr eystri skaftárkatlinum.

Þegar svona jökulflóð verða, þá koma fram óróakviður frá þeim skaftárkatli sem hleypur úr. Það er ekki almennilega vitað afhverju þetta gerist en það er talið að þegar vatnið fer úr katlinum sem flæðir úr þá valdi það suðu í jarðhitakerfinum (hverir) sem þarna eru. Það er mjög lítill möguleiki á því að þetta flóð komi af stað eldgosi þarna, möguleikinn er til staðar en mjög lítill.

Fréttir af Skaftárhlaupi

Skaftárhlaup líklega hafið (Rúv.is)
Lítið Skaft­ár­hlaup lík­lega hafið (mbl.is)
Skaftárhlaup mjög líklega hafið (Vísir.is)