Skaftárhlaup hafið frá Skaftárkötlum

Í gær (16-Júní-2015) hófst lítið skaftárhlaup frá vestari skaftárkatlinum að talið er. Þetta er mjög lítið flóð og getur mest orðið rúmlega 900m³/sek. Aðal hættan frá þessum flóðum eru þær gastegundir sem losna útí andrúmsloftið þegar vatnið kemur undan jökli. Vegna þess þá mælist Veðurstofan til þess að fólk haldi sig fjarri þeim ám sem flóðið fer í og fari ekki nærri þeim jöklum sem flóðið kemur undan. Það er ekki ljóst núna hversu stórt þetta flóð mun verða eða hvort að það komi frá vestari skaftárkatlinum, sem er þó líklegra þar sem stutt er síðan það hljóp úr eystri skaftárkatlinum.

Þegar svona jökulflóð verða, þá koma fram óróakviður frá þeim skaftárkatli sem hleypur úr. Það er ekki almennilega vitað afhverju þetta gerist en það er talið að þegar vatnið fer úr katlinum sem flæðir úr þá valdi það suðu í jarðhitakerfinum (hverir) sem þarna eru. Það er mjög lítill möguleiki á því að þetta flóð komi af stað eldgosi þarna, möguleikinn er til staðar en mjög lítill.

Fréttir af Skaftárhlaupi

Skaftárhlaup líklega hafið (Rúv.is)
Lítið Skaft­ár­hlaup lík­lega hafið (mbl.is)
Skaftárhlaup mjög líklega hafið (Vísir.is)