Jarðskjálftaviðvörun á Reykjanesi

Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út viðvörun vegna hugsanlegar jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag (19-Júní-2015). Það er ekki vitað hvenær jarðskjálftavirknin mun eða muni hefjast. Það er hugsanlegt að stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu þegar hún hefst nái stærðinni 6,5. Um er að ræða svæði sem nær frá Kleifarvatni og austur að Ölfusi. Það er einnig möguleiki á því að spennan sem þarna er á svæðinu losni út án þess að það verði stór jarðskjálfti, það er mín skoðun að minnstar líkur séu á slíkri niðurstöðu.

Það er mín skoðun að einnig sé hætta á stórum jarðskjálftum á Reykjaneshrygg en þar er minni byggð nærri og því minni hætta á skemmdum í kjölfarið á jarðskjálfta þar.

Viðvörunin

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga (Veður.is)
Fréttatilkynning vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus (Veður.is)

Fréttir af tilkynningunni

Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu (Vísir.is)
Vara við skjálfta til að draga úr slysahættu (Vísir.is)