Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Tungnafellsjökli

Þó svo að eldgosinu í Holuhrauni og Bárðarbungu sé lokið. Þá er ennþá fullt að gerast í Bárðarbungu þessa dagana. Dýpsti jarðskjálftinn sem hefur átt sér stað síðustu 48 klukkutímana var með dýpið 28,6 km og jarðskjálftar verða ekki mikið dýpri en þetta í Bárðarbungu. Á þessi dýpi koma jarðskjálftar fram vegna hreyfinga kviku frekar en spennubreytinga í jarðskorpunni.

150629_1615
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (rauðir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tungnafellsjökull

Síðan að eldgosinu lauk í Bárðarbungu og Holuhrauni þá hefur ekki dregið úr virkni í Tungnafellsjökli eins og búast hefði mátt við. Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram, þó lítil sé og á mjög miklu dýpi. Dýpsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með dýpið 26,2 km.

150628_1925
Jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli (gulir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast í Tungnafellsjökli þar sem eldstöðin hefur ekki gosið á sögulegum tíma. Það er þó ljóst að kvikuinnskot eru að eiga sér stað á miklu dýpi, hvort og hvenær slíkt gæti leitt til eldgoss er óljóst á þessari stundu. Þar sem Tungnafellsjökull hefur ekki gosið á sögulegum tíma þá er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni.