Aðfaranótt 12-Júní-2015 átti sér stað lítil jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ). Þessi litla jarðskjálftahrina varð á norðurbrún suðurlandsbrotabeltisins og þetta telst vera mjög lítil jarðskjálftahrina. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 2,9.
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftahrina kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð.
Stærsta útslagið á þessari mynd er frá jarðskjálftanum með stærðina 2,9. Þessi mynd er undir Creative Commons Licence, sjá nánar á CC leyfi síðunni.
Ástæða þess að útslagið er svona mikið vegna jarðskjálftans sem er með stærðina 2,9 er einföld. Þessi jarðskjálfti átti sér stað mjög nálægt jarðskjálftamælinum. Þegar jarðskjálftar verða mjög nálægt jarðskjálftamælinum, þá sjást þeir mjög vel, jafnvel þó svo að þeir séu mjög litlir.