Örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (1-ágúst-2018) varð örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Breytingin er sú að stærðir þeirra jarðskjálfta sem varð í dag jókst aðeins og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 1,5 og nokkrir jarðskjálftar með stærðina 1,0 eða stærri hafa orðið í dag.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjöldi vikulegra jarðskjálfta í Öræfajökli er núna í kringum 50 jarðskjálftar á viku en var áður í kringum 100 jarðskjálftar á viku. Þessi breyting þýðir ekkert mikið en bendir til þess að kvikan sem er í Öræfajökli sé að fara sér mjög hægt um þessar mundir. Jarðskjálftavirknin sjálf hefur hinsvegar ekkert breytst og ekkert sem bendir til þess breyting sé að verða á jarðskjálftavirkninni.