Í dag (1-ágúst-2018) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist hugsanlegu jökulflóði frá Mýrdalsjökli. Það hafa ekki verið fluttar neinar fréttir af slíku ennþá.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessa stundina virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Jarðskjálftavirkni getur hinsvegar tekið sig upp aftur í Kötlu án nokkurs fyrirvara eða viðvörunar.