Í dag (1-Ágúst-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu klukkan 07:08 í morgun. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er kvika. Það var sagt frá því í kvöldfréttum að háhitasvæðin í Bárðarbungu eru ennþá mjög virk og aflmikil. Þessi hverasvæði eru á brún öskju Bárðarbungu og sést gufa stíga upp þar sem jarðhitavirknin hefur náð að bræða sig upp í gegnum jökulinn.