Umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan snemma í morgun (2-Ágúst-2018) hefur verið umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hófst í gær (1-Ágúst-2018) með fáum jarðskjálftum en jókst í nótt og á þessari stundu er hægt að líta svo á að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina 3,7 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til hafa verið minni að stærð. Engin breyting hefur orðið á óróa á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé ketill eða jökulvatn að flæða undan Mýrdalsjökli frá hverasvæðum sem þar er að finna og út í Múlakvísl. Ég fékk tilkynningu um slíkt yfir Facebook í gærkvöldi en það hefur ekki mikið komið fram um það í fréttum þegar þessi grein er skrifuð eða staðfest opinberlega ennþá.

One Reply to “Umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu”

  1. Held þú hafir rétt fyrir þér með að það flæði jökulvatn. Leiðni hefur vaxið í Múlakvísl frá 1 ágúst og vatnsmagn sveiflast.

Lokað er fyrir athugasemdir.