Skaftárhlaup hafið frá Skaftárkötlum (eystri)

Það var staðfest í dag (2-Ágúst-2018) að skaftárhlaup væri hafið og að eystri skaftárketillinn væri byrjaður að tæma sig. Samkvæmt fréttum þá byrjaði GPS stöð nærri eystri skaftárkatlinum að síga um miðnætti og á sama tíma breyttist órói á nálægum SIL mælistöðvum.


Óróinn á SIL stöð næst skaftárkötlunum vegna skaftárhlaupsins. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það getur tekið um viku fyrir eystri skaftárketlinn að tæma sig en það veltur á því hversu mikið vatn er að hlaupa fram núna. Síðasta skaftárhlaup var fyrir þrem árum síðan.

Skaftárhlaup er hafið

Í dag (19-Janúar-2014) var það tilkynnt að Skaftárhlaup væri hafið. Talið er að hlaupið núna komi úr vestari katlinum og verði mjög lítið. Rennsli í Skaftá þessa stundina er í kringum 370 m3/s samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Enginn órói hefur mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar ennþá, þannig að engar breytingar hafa átt sér stað ennþá í eldstöðinni þar sem háhitasvæði Skaftárkatla er í Vatnajökli. Talið er að vestari skaftárketilinn sé að tæmast, það mun þó ekki verða staðfest fyrr en hægt verður að fljúga yfir svæðið og staðfesta þannig hvaða ketill er að tæma sig.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Skaftárkatlar í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

skaftarkaltar.rennsli.svd.19-Januar-2014
Rennslis og flóðamælar Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

Óvissustigi hefur verið líst yfir á svæðinu af Almannavörnum og það er mælst til þess að fólk ferðist ekki um þetta svæði á meðal skaftárhlaupið gengur yfir. Vegna hættu á eitrun á svæðinu vegna brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu. Einnig sem að fólki hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nærri skaftárkötlum vegna sprungumyndunar sem á sér stað þegar ketilinn tæmist af vatni. Hægt er að fylgjast með breytingum á skaftárhlaupinu hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Áhugaverður órói á jarðskjálftamælum í kringum Vatnajökul

Síðustu klukkutíma hefur verið áhugaverð óróavirkni á tveim sil stöðvum (sem stendur) í kringum Vatnajökul. Upptök þessar óróavirkni er óþekkt eins og stendur og það er ekki víst að það komi í ljós afhverju þessi virkni stafar. Þetta gæti verið vegna þess að jökuflóð frá Skaftárkötlum er hafið eða að hefjast eða þetta gæti verið eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er ennþá. Upptök þessara óróapúlsa eru óþekkt eins og stendur og í versta tilfelli mun ekki koma í ljós hvaðan þessi órói kemur innan Vatnajökuls. Hinsvegar vonast ég til þess að á næstu klukkutímum komi í ljós hvað er að valda þessum óróapúlsum í Vatnajökli.

skr.svd.02-September-2013.22.00.utc
Óróapúlsinn á Skrokköldu sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.02-September-2013.22.01.utc
Óróapúlsinn á Jökulsel sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og ég segi að ofan, þá eru upptök þessa óróapúlsa ekki þekkt þessa stundina. Þetta gæti verið vegna slæms veðurs á svæðinu, umferðar (ólíklegt vegna slæms veðurs á svæðinu) eða útaf einhverju sem er óþekkt á þessari stundu. Eins og stendur þá virðist sem að þessi órói komi ekki frá kvikuhreyfingu, þar sem lítil orka er í þessum óróapúlsum á tíðninni 0.5 til 1 Hz, þó er kvika þekkt til þess að vera með háan óróa þessari tíðini, það er þó frekar sjaldgæft þó svo að ekki sé hægt að útiloka slíkt eins og er.

Það besta sem hægt er að gera eins og er að vakta þessa virkni og sjá hvað gerist og sjá hvort að það séu einhverjar breytingar að eiga sér stað á öðrum nálægum sil stöðvum. Eins og stendur þá reikna ég ekki með breytingu á þessu, þó svo að ekki sé hægt að útiloka það eins og er. Hættan á jökulflóði frá Skaftárkötlum er ennþá til staðar á svæðinu. Ég veit ekki hvort að þessir óróapúlsar tengjast Skaftárkötlum eða ekki á þessari stundu.

Yfirvofandi skaftárhlaup frá Vatnajökli

Samkvæmt fréttum þá er skaftárhlaup yfirvofandi og gæti hafist hvenar sem er. Eystri skaftárketilinn er fullur af vatni og hefur ekki hlaupið í þrjú ár. Vestari skaftárketilinn hljóp í fyrra og tæmdist þá alveg. Það er vonlaust að áætla hvenar hlaup gæti hafist, það mun þó líklega gerast á næstu dögum til vikum.

Nánari upplýsingar er að finna hérna fyrir neðan

Mikið vatn í eystri Skaftárkatli (Rúv.is)
Skaftárhlaup vofir yfir og skapar hættu (Rúv.is)
Gæti verið stutt í hlaup (mbl.is)

Yfirvofandi Skaftárhlaup og möguleikar á hlaupi í Hverfisfljóti (Vedur.is)