Skaftárhlaup er hafið

Í dag (19-Janúar-2014) var það tilkynnt að Skaftárhlaup væri hafið. Talið er að hlaupið núna komi úr vestari katlinum og verði mjög lítið. Rennsli í Skaftá þessa stundina er í kringum 370 m3/s samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Enginn órói hefur mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar ennþá, þannig að engar breytingar hafa átt sér stað ennþá í eldstöðinni þar sem háhitasvæði Skaftárkatla er í Vatnajökli. Talið er að vestari skaftárketilinn sé að tæmast, það mun þó ekki verða staðfest fyrr en hægt verður að fljúga yfir svæðið og staðfesta þannig hvaða ketill er að tæma sig.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Skaftárkatlar í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

skaftarkaltar.rennsli.svd.19-Januar-2014
Rennslis og flóðamælar Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

Óvissustigi hefur verið líst yfir á svæðinu af Almannavörnum og það er mælst til þess að fólk ferðist ekki um þetta svæði á meðal skaftárhlaupið gengur yfir. Vegna hættu á eitrun á svæðinu vegna brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu. Einnig sem að fólki hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nærri skaftárkötlum vegna sprungumyndunar sem á sér stað þegar ketilinn tæmist af vatni. Hægt er að fylgjast með breytingum á skaftárhlaupinu hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands.