Aukin leiðini í Múlakvísl

Þann 8-Janúar-2014 skrifaði ég um aukna rafleiðni í Múlakvísl. Þessi aukna rafleiðni hefur haldið áfram þessa vikuna samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þetta er núna önnur vikan þar sem rafleiðnin er svona óeðlilega há miðað við árstíma. Rafleiðnin í Múlakvísl um þessar mundir er í kringum ~327 til ~360 µS/cm. Venjulegt gildi fyrir Múlakvísl á þessum árstíma er í kringum ~180 µS/cm. Rennsli hefur einnig aukist í Múlakvísl í kjölfarið á þessum breytingum á leiðinni. Frá 31-Desember-2013 hefur rafleiðni í Múlakvísl verið meiri en 220 µS/cm og er það mjög óvenjulegt.

rafleidni.mulakvisl.januar.1-15.2014
Rafleiðni í Múlakvísl samkvæmt grafi frá Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mulakvisl_animated
Breytingar á Múlakvísl þessa daga sem rafleiðni hefur verið hærri í Múlakvísl. Myndin er fengin héðan af vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir jarðskjálftar (fyrir utan hefðbundna virkni) eða órói hefur mælst í kjölfarið á þessum breytingum í Múlakvísl. Talið er að ketill í Mýrdalsjökli sé að leka vatni útí Múlakvísl og það útskýri þessa auknu leiðni sem er núna að koma fram. Engar vísbendingar eru um það að einhverjar breytingar séu að eiga sér stað í eldstöðinni Kötlu eins og er.

Fréttir af þessu

Rafleiðni há en enginn órói mælist (mbl.is)

Styrkir: Það er hægt að styrkja þessa vefsíðu og þar með tryggja að ég haldi áfram að skrifa um íslenska jarðfræði, eldgos og jarðskjálfta. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna. Ég mun fljótlega setja upp Paypal takka svo að fólk geti styrkt mig sjálfkrafa einu sinni í mánuði. Einnig sem ég mun setja upp leið fyrir fólk til þess að styrkja mig á hefðbundin hátt með Paypal.

Færsla uppfærð klukkan 20:57 UTC þann 15-Janúar-2014.
Færsla uppfærð klukkan 20:59 UTC þann 15-Janúar-2014.