Beðið eftir eystri Skaftárkatlinum

Jökulhlaupið í Skaftá er alveg að verða búið eða er búið þegar þetta er skrifað (21-Janúar-2014). Þetta jökulflóð var frekar lítið samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem fylgist með gangi þessara flóða. Það er hinsvegar meira eftir. Þar sem það eru tveir katlar í Vatnajökli og eystri Skaftárketilinn er ennþá fullur af vatni.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Eystri og vestari Skaftárkatlanir í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar eystri Skaftárketilinn tæmist þá er reiknað með að það flóð verði mun stærra en flóðið úr vestari Skaftárkatlinum. Síðasta flóð sem átti sér stað úr eystri Skaftárkatlinum var árið 2010 samkvæmt yfirliti frá Háskóla Íslands. Hægt er að skoða hvernig flóðin úr Skaftárkötlum virka hérna á vefsíðu Háskóla Íslands – Jarðvísindastofnun.