Hvað gerist næst í Bárðarbungu

Það er liðið talsvert síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk og allt er rólegt eins og er í Bárðarbungu. Hvað gerist næst í Bárðarbungu er ekki vitað og enginn er með svarið við þeirri spurningu. Hérna eru tveir möguleikar á því hvað gæti gerst.

  • Rekið heldur áfram án þess að frekari eldgos verði.
  • Nýt kvika mun fljótlega koma inn í Bárðarbungu. Í kjölfarið hefst nýtt eldgos nokkrum dögum eða vikum seinna.

Það er einnig að mínu áliti hætta á eldgosi í Hamrinum (stundum kallað Loki-Fögrufjöll). Sú eldstöð er innan sprungusveims Bárðarbungu og því er hætta á því að kvikuinnskot komist inn í þá eldgos og eldgos hefjist þar í kjölfarið. Það er ekki hægt að vita hversu stórt slíkt eldgos yrði. Það er ólíklegt að kvikuinnskot muni ná til Torfajökuls. Það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkan atburð.

Hvað mun gerast í Bárðarbungu veltur á mörgum atriðum og þau eru ekki öll þekkt á þessari stundu. Það sem er vitað er að jarðhiti hefur verið að aukast í jarðskorpunni (næst Bárðarbungu) og í öskju Bárðarbungu og það eru ekki góðar vísbendingar. Það sem er ekki þekkt er hversu langan tíma þetta tekur, ef þetta gerist þá nokkurntímann. Næsta eldgos gæti átt sér stað á morgun, það er hinsvegar alveg jafn mikil hætta á því að ekkert muni gerast í lengri tíma. Þar sem það er engin leið til þess að vita hvenær næsta eldgos mun hefjast.

Eins og staðan er í dag þá er ég bara að vakta Bárðarbungu og fylgjast með því sem er að gerast þar. Textinn að ofan eru bara getgátur um það sem gæti gerst. Eina leiðin til þess að vita hvað gerist næst er að bíða eftir næsta eldgosi, sú bið gæti orðið mjög löng.

Styrkir: Hægt er að styrkja mína vinnu hérna með því að versla við Amazon UK eða með því að leggja beint inna á mig. Upplýsingar um það hvernig hægt er að leggja beint inná mig er að finna hérna.