Samkvæmt frétt Rúv í dag þá heldur Bárðarbunga áfram að síga um 2 sm á dag. Jökulinn innan öskju Bárðarbungu er farinn af stað og veldur það risi uppá rúmlega 1,5 sm á dag samkvæmt mælingum, þetta ris ætti þó að vera rúmlega 3 – 4 sm á dag samkvæmt frétt Rúv. Mismunurinn er því það sig sem ennþá á sér stað í Bárðarbungu núna. Ekkert samband er við GPS tæki Veðurstofunnar í öskju Bárðarbungu og því verða vísindamenn að fljúga yfir eldstöðina til þess að sjá hversu mikið sig er að eiga sér stað. Næsta mæling mun fara fram eftir páska samkvæmt fréttum. Heildarsig síðan eldgos hófst í Holuhrauni þann 31-Ágúst-2014 er orðið 60 metrar samkvæmt síðustu mælingum á Bárðarbungu.
Frétt Rúv
Bárðarbunga hefur sigið um 60 metra (Rúv.is)