Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika 01 2016)

Núverandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu mun gerast reglulega þangað til að næsta eldgos verður. Vegna þess mun ég ekki skrifa um allar þær jarðskjálftahrinur sem munu eiga sér stað í Bárðarbungu, ég mun helst skrifa um jarðskjálftahrinur þar sem jarðskjálftar verða stærri en 3,0 verða. Staðan í Bárðarbungu er að verða flóknari vegna aukinnar virkni kviku á miklu dýpi og einnig vegna þess að kvikan er að búa sér til leiðir upp á yfirborðið á mörgum nýjum stöðum. Síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk þá hefur jarðskjálftum verið að fjölga í Bárðarbungu á undanförnum mánuðum. Þetta sést best á því að næstum því hverri viku verða jarðskjálftar sem ná stærðinni 3,0 eða sterkari í Bárðarbungu. Það hefur einnig verið að koma fram djúp jarðskjálftavirkni undir Trölladyngju Í upphafi var jarðskjálftavirknin á 28 km dýpi en er núna komin upp í rúmlega 20 km dýpi, það ferli tók aðeins 1,5 til 2,5 mánuði (mjög stuttur tími). Það er mín skoðun að þessi jarðskjálftavirkni í Trölladyngju sé áhyggjuefni. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan stoppi og komist ekki upp á yfirborðið í Trölladyngju. Ef kvikan kemst mjög nærri yfirborðinu án þess að gjósa þá gæti myndast ný hæð eða háhitasvæði. Hvað svo sem gerist á þessu svæði verður áhugavert.

160110_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í gær (10-Janúar-2016). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Seinna vandamálið sem er að koma fram núna er Loki-Fögrufjöll einnig þekkt sem Hamarinn. Jarðskjálftinn sem átti sér stað í Hamarinum var með stærðina 3,2 og dýpið 0,7 km. Í Bárðarbungu varð einnig jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 0,1 km. Hamarinn er flókin eldstöð með grunn kvikuhólf. Eftir síðasta jökulhlaup úr skaftárkötlum var ljóst að jarðhitasvæðið er að stækka og að auka virkni sína. Það þýðir að aukin orka er að flæða inn í jarðhitasvæðin í Hamrinum. Það gerist eingöngu þegar ný og heitari kvika kemur inn í eldstöðina. Þessi breyting er varasöm, bæði til styttri og lengri tíma. Til styttri tíma þýðir þetta að mínu áliti að aukin hætta sé á litlum eldgosum í Hamrinum. Hættan að stórum eldgosum hefur einnig aukist við þessa breytingu í Hamrinum. Síðasta stóra eldgos í Hamrinum varð árið 1910 í Júní til Október 1910. Síðasta litla eldgos í Hamrinum varð í Júlí 2011 að mínu áliti. Það eldgos hefur ekki verið staðfest af jarðfræðingum og ég veit ekki afhverju það er raunin. Jökul-flóð fylgdi því litla eldgosi.

Til þess að auka flækjustigið þá er hætta á eldgosum á svæðum þar sem ekki hefur gosið áður, þar sem hætta er á því að nýjar sprungur opnist án mikils fyrirvara í nágrenni við Bárðarbungu. Einnig sem að kvikuinnskot gætu farið á ný svæði án nokkurs fyrirvara. Það er hugsanlegt að núverandi eldgosatímabil í Bárðarbungu vari næstu 20 árin. Eldgosatímabilið sem hófst árið 1862 lauk ekki fyrr en árið 1910. Nýjasta eldgosatímabilið hófst árið 2014 og það er ennþá í gangi. Lengsta eldgosatímabilið sem ég sé í gögnum GVP (Global Volcanism Program) hófst árið 1697, en því lauk ekki fyrr en 1797.

Virkni í Heklu

Í dag varð stakur jarðskjálfti með stærðina 1,7 í Heklu. Engin frekari jarðskjálftavirkni varð í Heklu á kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Frostabrestir

Síðastliðinn sólarhring hefur verið mjög kalt á Íslandi. Þetta hefur valdið frostabrestum víða á landinu undanfarinn sólarhring. Þeir geta komið fram sem hærri órói á SIL stöðvum (bláa bandið). Einnig sem að frostabrestir geta komið fram sem mjög litlir jarðskjálftar á mælakorti Veðurstofu Íslands.