Nýjir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (04-Janúar-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,3 og 3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

160104_1855
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftana með stærðina 3,2 og 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpsti jarðskjálftinn varð í gær (03-Janúar-2016) og var hann með dýpið 21,5 km og var stærð þessa jarðskjálfta 2,6. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu hefur verið tengd við kvikusöfnun sem á sér stað núna í einu kvikuhólfi í eldstöðinni (þar sem jarðskjálftavirknin er núna að eiga sér stað). Þetta er samkvæmt Kristínu Jónsdóttur í frétt á Rúv í dag. Umrætt kvikuhólf er á 10 til 15 km dýpi inní Bárðarbungu sem er að fyllast og þenjast út núna og það gæti endað í eldgosi. Þó er ekki vitað hvenær eða hvar slíkt eldgos yrði núna í dag.

Frétt Rúv

Kvikusöfnun skýri skjálftavirkni í Bárðarbungu (Rúv.is)

Uppfærsla 1

Í nótt klukkan 01:24 þann 05-Janúar-2016 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Bárðarbungu. Þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað í Bárðarbungu undanfarið hafa verið lágtíðniskjálftar og það sést vel á því að SIL kerfið á erfitt með að ákvarða rétta stærð á þeim jarðskjálftum sem þarna eiga sér stað (jarðskjálftar á brotabelti eru oftast metnir sjálfvirkt með rétta stærð).

160105_1055
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu þeirra jarðskjálfta sem eru 3,0 eða stærri að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem á sér núna stað í Bárðarbungu er mjög snögg. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Bárðarbungu á þessari stundu. Þar sem ekki er um að ræða samfellda jarðskjálftavirkni. Hinsvegar bendir þessi jarðskjálftavirkni til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast mjög hratt í kvikuhólfi sem er staðsett í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Hvenær það gýs er spurning sem ekki er hægt að svara á þessari stundu. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með og sjá til hvernig þetta þróast.

Grein uppfærð klukkan 11:49 þann 05-Janúar-2016.