Staðan í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015

Hérna eru nýjustu upplýsingar um stöðuna í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá hafa ekki orðið neinar stórar breytingar á eldgosinu í Holuhrauni um helgina. Eldgosið heldur áfram að mestu leiti á svipuðum nótum og hefur verið síðustu fjóra mánuðina. Hraunið rennur núna neðanjarðar að mestu leiti í nýja hrauninu sem hefur myndast í eldgosinu.

150105_2225
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minni jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu síðustu daga og ber þess merki að dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkninni miðað við vikunar á undann. Það er mín skoðun að þetta bendi til þess að kvikuhólfið sem var að tæmast sé núna orðið tómt, eða næstum því orðið tómt. Ef það er raunin þá er hætta á því að þetta kvikuhólf falli saman með látum að mínu áliti. Þetta mundi ekki vera hrun öskjunnar, heldur eingöngu kvikuhólfsins sem er undir öskjunni í mjög flóknu eldfjalli. Þetta getur auðvitað ekki gerst, ef þetta gerist þá munu merkin verða merki af mjög stórum jarðskjálftum sem munu eiga sér stað þegar kvikuhólfið fellur saman. Ef þetta gerist ekki og kvikuhólfið helst uppi (jafnvel þó svo að kvikan sé öll farin eða nærri því öll farinn) þá er ljóst að jarðskorpan í Bárðarbungu brotnar ekki svo auðveldlega. Það er hinsvegar þekkt staðreynd að náttúrunni er illa við tóm rými þar sem þau eiga ekki að vera.

Eldstöðvanar Tungafellsjökull og Hamarinn

Vísindamenn hafa núna áhyggjur af því að Bárðarbunga sé að valda óstöðugleika í nálægum eldstöðvum. Þá helst í Tungafellsjökli og Hamrinum (einnig þekktur sem Loki-Fögrufjöll). Mikill munur er á Tungafellsjökli og Hamrinum, það er hinsvegar aukinn virkni í þessum tveim eldfjöllum síðustu fjóra mánuði.

Vandamálið við Hamarinn er það að ekki eru miklir jarðskjálftar í þeirri eldstöð og eldgos virðast geta átt sér stað þar án mikils fyrirvara eða viðvörunar (það gæti breyst, en þetta er það sem gögnin benda til núna). Þetta bendir til þess að kvika sé tiltölulega grunnt í Hamrinum og að jarðskorpan sé svo mjúk að hún brotnar ekki (þetta er bara mín hugmynd um hvað gæti verið að gerast þarna, þetta hefur ekki verið sannað). Ef þetta er staðan, eins og gögnin benda til þá er hætta á eldgosi í Hamrinum án mikillar viðvörunar og mjög lítilli eða engri jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos var í Hamrinum í Júlí-2011 og skrifaði ég um það hérna og hérna (á ensku).

Staðan er önnur í Tungafellsjökli. Þar hefur verið örlítið um kvikuinnskot í eldstöðina síðan seint árið 2011 eða snemma árið 2012. Þau kvikuinnskot hafa búið til frekari leiðir fyrir meiri kviku að ryðja sér leið upp á yfirborðið og valda eldgosi. Eins og stendur er ekki nægjanlega mikið af kviku í Tungafellsjökli til þess að valda eldgosi og þessi kvika hefur ekki þrýstinginn til þess að valda eldgosi að auki eftir því sem ég er að sjá úr gögnum (mín skoðun). Eins og staðan er núna, þá verður umtalsvert meira að gerast til þess að það fari að gjósa í Tungafellsjökli í fyrsta skipti á sögulegum tíma að mínu mati (athugið! Ég hef stundum rangt fyrir mér í þessum efnum).