Staðan í Bárðarbungu þann 3-Janúar-2015

Þessi uppfærsla er skrifuð núna vegna þeirra breytinga sem ég þurfti að gera á hýsingunni á vefsíðunni. Færa þurfti vefinn yfir á nýjan vefþjón, þar sem umferðin inn á vefsíðuna var búinn að sprengja af sér þann vefþjón sem ég var að nota. Það voru vandamál við færsluna yfir á nýjan vefþjón sem ollu niðurtíma á vefsíðunni.

Staðan í Bárðarbungu

Eldgosið heldur áfram í Holuhrauni með svipuðum hætti og undanfarið. Vegna jólafría þá hafa verið fáar ferðir vísindamanna á eldgosasvæðið. Stærð aðal-hraunbreiðunnar er núna í kringum 83 km³ (ferkílómetrar) að stærð samkvæmt síðustu fréttum. Þessi tala breytist mjög oft.

150103_2010
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana hafði stærðina 4,6 samkvæmt fréttum. Fjöldi jarðskjálfta yfir sama tímabil var eingöngu 50 jarðskjálftar. Mengun frá eldgosinu í Holuhrauni er ennþá mikil og berst undan vindi, í gær kom upp mikil mengun á Höfn í Hornafirði (2400 μg/m³) og á Egilsstöðum (900 μg/m³) af brennisteinsdíoxíði. Ágætur vindur var á þessum tíma og kom það í veg fyrir að mengunin frá eldgosinu stoppaði lengi við og næði að byggjast upp á svæðinu.

Aðrar uppgötvanir

Vísindamenn hafa uppgötvað að kvikuinnskot á dýpi eru núna að mynda nýja jarðskorpu. Ég sá fréttir um þetta en týndi henni og hef því ekki frekari smáatriði á þessari stundu. Ég vonast eftir að fá frekari upplýsingar síðar um þessa uppgötvun hjá jarðvísindamönnum.

Styrkir

Ég minni á að það er hægt að styrkja mínu vinnu með því að leggja inn á mig (upplýsingar um það er að finna hérna). Nýr PayPal takki mun koma hingað inn fljótlega og þá geta þeir sem vilja styrkt mig þar í gegn. Þeir sem kaupa vörur í gegnum Amazon styrkja einnig mína vinnu, en ég fæ söluprósentu af seldum vörum sem eru keyptar í gegnum auglýsinganar sem ég er með hérna. Takk fyrir stuðninginn.