Hérna er staðan í Bárðarbungu þann 7-Janúar-2015.
Breytingar hafa átt sér stað í óróanum á SIL stöðvum sem eru næst eldgosinu í Holuhrauni. Ég veit ekki hvað þetta þýðir nákvæmlega ennþá, það er möguleiki á því að farið sé að draga úr eldgosinu í Holuhrauni eða þá að eldgosið sé að fara að enda. Það er erfitt að vita stöðuna nákvæmlega á þessari stundu vegna veðurs. Þessar breytingar gætu einnig verið hluti af venjulegum sveiflum í eldgosinu í Holuhrauni.
Breytingingar sjást best aftast á óróaplottinu á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er með svipuðum hætti núna og undanfarna daga.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessa stundina eru aðeins 11 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar. Það er meðal minnsti fjöldi jarðskjálfta í Bárðarbungu síðan virknin hófst í Ágúst-2014. Í heildina sjást 117 jarðskjálftar á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar og teljast það vera „fáir“ jarðskjálftar síðan virknin hófst í Bárðarbungu í Ágúst-2014. Stærð Holuhrauns er núna ~83 km², magn hrauns sem hefur komið upp er núna 1,15 km². Stærð hraunsins er núna farin að nálgast stærð Þingvallavatns. Það mun aðeins taka eldgosið nokkra daga í viðbót þangað til að hraunið verður orðið stærra en Þingvallavatn, sem er eitt af stærstu vötnum á Íslandi.
Slæmt veður á næstu dögum
Veðurspáin er ekki góð fyrir næstu daga og því mun verða mjög erfitt að fylgjast með gangi mála í Holuhrauni og í Bárðarbungu. Það mun ekki verða hægt að fylgjast almennilega með gangi mála fyrr en draga fer úr veðrinu eftir nokkra daga.