Staðan í Bárðarbungu þann 9-Janúar-2015

Stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar á síðan á Miðvikudaginn 7-Janúar-2015. Ef það varð minnkun á eldgosinu í Holuhrauni, þá var sú breyting tímabundin og eldgosið er núna á þeim stigum sem það var áður. Ekki er að sjá neina breytingu á eldgosinu á vefmyndavélum Mílu í dag.

150109_1835
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðust 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 5,1 og varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Minni jarðskjálftar hafa verið að eiga sér stað á þessu sama svæði síðustu fjóra mánuðina. Smáir jarðskjálftar hafa verið að eiga sér stað í kvikuinnskotinu nærri jaðri jökulsins. Ég veit ekki hvað þetta þýðir, það er samt mitt mat að þessi jarðskjálftavirkni geti ekki verið góð merki. Þar sem það er mikil hætta á eldgosi þar sem kvikuinnskotið er til staðar, jafnvel þó svo að núna gjósi á einum stað í Holuhrauni. Lengd kvikuinnskotsins er rúmlega 46 km og mestur hluti þess er undir Vatnajökli.

Á þessum tíma árs er Vatnajökull að bæta við sig snjó og þyngjast í kjölfarið. Það eru miklar líkur á því að þetta muni hafa áhrif á Bárðarbungu. Þar sem snjófall á Vatnajökli er í kringum 10 til 20 metrar yfir veturinn (þetta veltur á árinu). Þyngd jökulsins er þessa dagana að auka þrýstinginn á Bárðarbungu, ég veit ekki fyrir víst hvaða breytingar þetta mun hafa á Bárðarbungu. Það er hinsvegar ágiskun mín að þetta hafi hægt á því sem er að gerast í Bárðarbungu tímabundið. Jöklar á Íslandi fara að léttast í Júní til September þegar sumarbráðnun hefst á þeim.