Aukin jarðskjálftavirkni í Hamrinum (Bárðarbunga)

Síðustu daga hefur verið aukning í jarðskjálftum í Hamrinum (hluti af Bárðarbungu kerfinu). Hjá Global Volcanism Program er þetta skráð sem Loki-Fögrufjöll. Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Ágúst-2019 var með stærðina 2,8 og 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum (rauðu/bláu punktanir nærri jaðri jökulsins vestan við Grímsvötn). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirknin hófst í Hamrinum þá varð lítið eldgos þar nokkrum mánuðum seinna. Það eldgos varð þann 12 Júlí 2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna og hérna (jökulhlaupið sem kom í kjölfarið á eldgosinu, 13 Júlí 2011). Þau urðu síðan frekari minni eldgos í Ágúst og Nóvember 2011 í Hamrinum sem vörðu að hámark í 4 klukkutíma. Síðan þá hefur eldstöðin róast niður og sérstaklega eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 og 2015.

Það er óljóst hvað er að gerast núna í Hamrinum en á þessaris stundu er ekkert eldgos að eiga sér stað og eldgos í Hamrinum mun koma mjög skýrt fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það virðist sem að eldgos í Hamrinum geti hafist án nokkurar jarðskjálftavirkni, ég veit ekki afhverju það er. Síðasta stórgos í Hamrinum varð árið 1910 frá 18 Júní til Október.