Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Lítil jarðskjálftahrina varð í Bárðarbungu í dag (21-Ágúst-2019). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Síðustu mánuði hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verður vegna þess að innstreymi kviku er að þenja út eldstöðina.