Gas kemur frá Öræfajökli

Það var sagt frá því í fréttum í dag að gas kæmi frá Öræfajökli í lóni sem er suður af jöklinum. Það er ekki ljóst á fréttum hvenær þetta gasstreymi uppgötvaðist. Hinsvegar er þetta gasstreymi það lítið að Veðurstofan hefur ekki náð að safna næganlegu gasi til þess að greina hvaða gastegundir eru hérna á ferðinni. Líklegast er um að ræða CO2 og SO2 gas frá Öræfajökli. Það hefur verið mjög rólegt í Öræfajökli undanfarið og tengist það hugsanlega að sumar eldstöðvar verða mjög rólegar áður en eldgos hefst samkvæmt rannsókn inn í þetta fyrirbæri hjá eldstöðvum (rannsóknina er hægt að lesa hérna á ensku).

Hvað þetta þýðir er óljóst á þessari stundu. Jarðskjálftavirkni er í lágmarki í Öræfajökli þessa stundina. Það er möguleiki á því að þessi gasvirkni þýði að fleiri jarðskjálftar muni verða fljótlega jafnvel þó svo að ekkert eldgos verði. Það er óljóst hvað gerist áður en eldgos verður í Öræfajökli þar sem síðasta eldgos í Öræfajökli varð árið 1727 þann 3 Ágúst til 1728 1 Maí.


Það er rólegt í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frétt Rúv

Loftbólur á yfirborði Kvíárlóns