Það er erfitt að skrifa um þetta. Þar sem það er ekkert farið að gerast á yfirborðinu og það er alveg möguleiki að ekkert gerist á yfirborðinu. Það virðist sem að eitthvað sé að gerast í Grímsfjalli. Þar sem jökulflóðið er að klárast eða er búið og það þýðir venjulega að óróinn ætti að vera farinn að lækka, en það hefur ekki ennþá gerst og ég er ekki viss um hvað það þýðir. Það er möguleiki að þetta sé suða í jarðhitakerfum í Grímsfjalli. Suðan gerist þegar þrýstingslækkun verður á jarðhitasvæðunum í Grímsfjalli. Þegar þetta er skrifað, þá hefur óróinn ekki náð eldgosastigum en það gæti breyst án viðvörunnar.
Það er erfitt að vita hvað er að gerast. Það sem það virðist hafa orðið breyting í Grímsfjalli eftir stóra eldgosið í Maí 2011. Hver sú breyting er veit ég ekki. Þessi breyting virðist hinsvegar hafa fækkað eldgosum í Grímsfjalli og það eru núna komin 11 ár frá því að síðasta eldgos varð. Það getur verið að þetta haldi áfram ef ekkert eldgos verður núna í kjölfarið á jökulflóðinu núna.