Í gær (12-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey. Þetta er á sama svæði og jarðskjálftahrina varð fyrir nokkrum vikum síðan. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina Mw3,5. Það er möguleiki á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist í nálægum byggðum.
Það er oft mjög mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gerist oft þarna að jarðskjálftavirknin aukist. Það gerist einnig mjög oft að jarðskjálftavirknin einfaldlega stöðvast. Hvað gerist verður bara að koma í ljós.